
Enn um krókódílinn sem beit í hnéð á 75 ára kylfingi
Í gær voru golffréttamiðlar uppfullir af sögunni af kylfingnum 75 ára sem lifði af árás 3 metra langs krókódíls í síðustu viku í Lake Ashton Golf and Country Club, í Flórída. Kylfingurinn, öðru nafni Albert Miller, hafði sett boltann sinn út í vatn við 15. braut og var að leita að honum þegar krókódíllinn geystist allt í einu upp úr vatninu og beit hann í vinstra hnéð.

Búið er að handsama árásardýrið og drepa það og kemur þessi tiltekni kródíll því ekki til með að bíta fleiri kylfinga. En nóg er nú víst af öðrum krókódílabræðrum hans.... og verður seint fullbrýnt fyrir þeim kylfingum sem spila í Flórída að vera ekki að leita að boltum sínum fari þeir í vötn, þar sem krókódílar eru!!!!
Eftir nokkur átök dró krókódíllinn hr. Miller ofan í vatnið, en sleppti taki sínu allt í einu, kannski vegna mótspyrnunnar sem hann mætti af vinum Millers, sem héldu dauðahaldi í hann.
Krókódílaárásir verða einmitt með þessum hætti sem í tiviki Miller: Krókódíllinn læsir skoltinum í einhvern útlim fórnarlambsins, sem lamast af sársauka, en deyr sjaldnast af þeim völdum. Krókódílar reyna síðan að draga fórnarlömb sín undir vatnsborðið og drekkja þeim, áður en átveislan hefst.
Sauma þurfti 40 spor í hné Albert Millers. Eftir þessa sársaukafullu lífsreynslu á hann að hafa sagt:
„Hann sleppti mér. Ég var meter frá dauða mínum. Hann var búinn að kaffæra mig yfir beltisstað í vatnið. Þetta var kraftaverkið mitt þennan mánuðinn.“
Nú eru sumir að reyna að finna nýjan flöt á sögunni og verða hvumsa við síðustu orð Albert Miller. Kraftaverkið hans þennan mánuðinn? Hvert var þá kraftaverkið hans í síðasta mánuði? Kannski það að lifa það af að hlusta á tónlist John Daly?
Að öllu gamni slepptu þá má sjá hér mjög ítarlega umfjöllun um atvikið: KRÓKÓDÍLAÆVINTÝRI
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster
- janúar. 26. 2021 | 06:00 Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?