Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2012 | 10:30

GKG: Hulda Clara, Sigurður Arnar, Ásthildur Lilja, Kristófer Orri, Emil Þór og Særós Eva sigruðu í púttmótaröð barna og unglinga

Laugardaginn 28. apríl 2012 lauk púttmótaröð barna og unglinga hjá GKG, sem farið hefir fram í vetur. Alls voru haldin 9 mót og töldu 5 bestu skor úr mótunum. Strax að loknu 9. og síðasta mótinu fór fram verðlaunaafhending, sem var vel sótt.

Sex kylfingar mættu í öll mótin og fengu  þeir  golfbolta fyrir góða mætingu, en það voru: Sigurður Arnar GarðarssonHilmar Örn ValdimarssonGunnar Þór ÁsgeirssonMáni Freyr OscarssonEydís Eir Óttarsdóttir og Særós Eva Óskarsdóttir.

Boðið var upp á nammi og gos en líka ávexti og safa við verðlaunaafhendinguna.

Hér er tengill inn á myndir frá verðlaunaafhendingunni, sem teknar voru af GKG:  MYNDIR FRÁ PÚTTMÓTARÖÐ BARNA OG UNGLINGA HJÁ GKG

Úrslit allra keppenda má sjá HÉR:

Helstu úrslit urðu eftirfarandi:

12 ára og yngri stelpur Skor e. 5 bestu hringina
1. Hulda Clara Gestdóttir 149
2. Herdís Lilja Þórðardóttir 159
3. Hafdís Ósk Hrannars 163
12 ára og yngri strákar
1. Sigurður Arnar Garðarsson 131
2. Magnús Friðrik Helgason 139
3. Viktor Markússon 139
13 – 15 ára stúlkur
1. Ásthildur Lilja 140
2. Bergrós Fríða Jónasdóttir 146
3. Elísabet Ágústsdóttir 147
13 – 15 ára strákar
1. Kristófer Orri Þórðarsson 125
2. Þorsteinn Ingi Júlíusson 127
3. Hilmar Leó Guðmundsson 133
16 – 18 ára piltar
1. Emil Þór Ragnarsson 124
2. Ragnar Már Garðarsson 138
3. Sverrir Ólafur Torfason 138
16 – 18 ára stúlkur
1. Særós Eva Óskarsdóttir 127
2. Helena Kristín Brynjólfsdóttir 153
3. Þórhildur Kristín Ásgerisdóttir 160