Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2012 | 15:00

Robert Rock í hættu að komast ekki í gegnum niðurskurð á Opna breska

Robert Rock átti arfaslakan dag í dag og þetta er versta byrjun á nokkru Opnu bresku risamóti sem hann hefir tekið þátt í, en hann hefir alls spilað í 5 Opnum breskum og þetta er það sjötta. Fyrir 2 árum á St. Andrews varð Rock í 7. sæti.

Í dag kom hann í hús á 8 yfir pari, 78 höggum í Royal Lytham & St Annes og aðeins Michael Hoey, sem leikið hefir verr en Rock, þ.e. á 9 yfir pari.

Eitthvað var „Kletturinn“ ekki í fuglagírnum í dag en aðeins 1 fugl var á skorkorti hans á par-3, 9. brautinni.  Annað var svartara: þ.e. 3 skrambar (á 1., 3. og 15. braut) og 3 skolla (8.; 10. og 12. braut).

Rock, sem nú er félagi í Belfry klúbbnum í Bretlandi var greinilega ósáttur við spil sitt og neitaði að tjá sig við nokkurn eftir hringinn.

Hann á rástíma á morgun kl. 12:59 að enskum tíma (13:59 að íslenskum) og á erfitt verk fyrir höndum, ætli hann sér í gegnum niðurskurð.

Heimild: BBC Sports