Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2012 | 14:30

„Little talks“ með Of Monsters and Men spilað við lýsingu BBC á Opna breska

Við Íslendingar höfum allt frá dögum Víkinganna skemmt nágrannaþjóðum okkar með hljófæraleik og ljóða (texta)gerð, enda hefir land og þjóð alla tíð verið í skapandi fasa.

Það var gaman að heyra accoustic útfærslu lags íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, sem aldeilis er að gera garðinn frægann um allan heim í útsendingu BBC frá Opna breska.  Lagið var leikið undir í samantekt BBC á frammistöðu kylfinga, sem fóru út fyrir hádegi þennan 1. dag risamóts allra risamóta, Opna breska.

Ekki hægt að horfa á þýska fréttaþætti eða vera á göngu í miðborg Delhi á Indlandi án þess að heyra lagið hressa „Little talks!“

Frábært að eiga svona lítil útrásarskrímsli aftur… en lag þeirra er framlag Íslendinga á Opna í ár…. Vonandi  er það aðeins vísir að því sem koma skal en í framtíðinni verður  gaman að eiga okkar fulltrúa, keppendur að fylgjast með!  Nógu marga efnilega eigum við!!!

Til þess að sjá myndskeið af „Little Talks“ með Of Monsters and Men SMELLIÐ HÉR: