Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2012 | 12:30

Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford og Pétur Steinar Jóhannesson – 6. ágúst 2012

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Pétur Steinar Jóhannesson og Doug Ford. Pétur Steinar fæddist 6. ágúst 1942 og á því 70 ára stórafmæli!!!

Doug Ford er fæddur 6. ágúst 1922 og á því 90 ára merkisafmæli í dag!!! Ford er atvinnumaður, sem spilaði á PGA og á í beltinu 29 sigra, þ.á.m. 19 á PGA mótaröðinni og þar af tvo sigra á risamótum; Masters 1957 og PGA Championship 1955. Doug Ford spilaði í 4 Ryder Cup liðum f.h. Bandaríkjanna: 1955, 1957, 1959, og 1961.  Hann er einn af stórkylfingum síns tíma.

Komast má á facebook síðu Pétur Steinars hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Bert Yancey, 6. ágúst 1938 (74 ára); Morten Hagen, 6. ágúst 1974 (38 ára); Karlin Beck, 6. ágúst 1987 (25 ára)

 …… og ……


Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is