Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2012 | 18:50

GK: Guðmundur Óli og Sissó sigruðu í Opna Subway mótinu á Hvaleyrinni

Laugardaginn 4. ágúst fór fram Opna Subway mótið á Hvaleyrinni. Skráðir til leiks voru 193 og 190 luku keppni.  Veitt voru verðlaun fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni með forugjöf og voru verðlaunahafa eftirfarandi:

1. sæti Guðmundur Óli Magnússon, GR, 42 punktar – Hann hlaut í verðlaun kr. 80.000  gjafabréf frá Úrval-Útsýn

2. sæti  Sigurður Sveinn Sigurðsson, GK, 40 punktar – Hann hlaut í verðlaun kr. 50.000  gjafabréf frá Úrval-Útsýn

3. sæti Rúnar Sigurður Guðjónsson, GK, 40 punktar – Hann hlaut í verðlaun kr. 35.000  gjafabréf frá Úrval-Útsýn

4. sæti  Dagbjartur Harðarson, GVG, 40 punktar.  Hann hlaut í verðlaun kr. 30.000  gjafabréf frá Úrval-Útsýn

5. sæti Guðni Siemsen Guðmundsson, GK, 40 punktar.    Hann hlaut í verðlaun kr. 25.000  gjafabréf frá Úrval-Útsýn

Sissó. Mynd: gsimyndir.net

Á besta skori var Sigurþór Jónsson/Sissó, GOS á 3 undir pari, 68 höggum.  Hann hlaut í verðlaun kr. 80.000  gjafabréf frá Úrval-Útsýn.

Í 2. sæti var Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR á 1 undir pari, 70 höggum. Ragnar Davíð Riordan, GVG, Ólafur Björn Loftsson, NK  og Benedikt Árni Harðarson urðu í 3.-5. sæti á sléttu pari.