Íslandsmót unglinga í holukeppni: Benedikt Sveinsson efstur þeirra 16 sem komust áfram í piltaflokki
Íslandsmót unglinga í holukeppni hófst í dag á Þorlákshafnarvelli. Keppt er í 3 aldursflokkum hjá bæði kynum. 16 efstu í hverjum flokki komast áfram. Hér er listi þeirra 16 sem komust áfram í piltaflokki 17-18 ára í dag: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 H3 Alls Mismunur 1 Benedikt Sveinsson GK 5 F 36 37 73 2 73 73 2 2 Ragnar Már Garðarsson GKG 2 F 38 36 74 3 74 74 3 3 Daníel Hilmarsson GKG 6 F 35 39 74 3 74 74 3 4 Stefán Þór Bogason GR 6 F 40 36 76 5 76 76 5 Lesa meira
Íslandsmót unglinga í holukeppni: Gísli Sveinbergs efstur þeirra 16 sem komust áfram í drengjaflokki
Íslandsmót unglinga í holukeppni hófst í dag á Þorlákshafnarvelli. Keppt er í 3 aldursflokkum hjá bæði kynum. 16 efstu í hverjum flokki komast áfram. Hér er listi þeirra 16 sem komust áfram í drengjaflokki 15-16 ára í dag: 1. Gísli Sveinbergsson, GK, 71 högg 2. Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG, 72 högg 3. Aron Snær Júlíusson, GKG, 73 högg 4. Birgir Björn Magnússon, GK, 73 högg 5. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, 75 högg 6. Ottó Axel Bjartmarz, GO, 75 högg 7. Vikar Jónasson, GK, 75 högg 8. Theódór Ingi Gíslason, GR, 75 högg 9. Ernir Sigmundsson, GR, 76 högg 10. Einar Snær Ásbjörnsson, GR, 76 högg 11. Orri Bergmann Valtýsson, GK, Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Ernie Els? (3. grein af 7)
Árin sem atvinnumaður Árið 1989 varð Ernie suður-afrískur meistari í höggleik og sama ár gerðist hann atvinnumaður. Hann vann fyrsta atvinnumannsmót sitt 1991 á Southern Africa Tour (í dag: Sólskinstúrnum; ens.: Sunshine Tour). Hann varð efstur á stigalista Sólskinstúrsins 1991/92 og 1994/95. Árið 1993 sigraði Els í fyrsta móti sínu utan Suður-Afríku á Dunlop Phoenix í Japan. Árið 1994 vann Ernie fyrsta risamót sitt, Opna bandaríska. Hann var jafn þeim Colin Montgomerie og Loren Roberts eftir 72 holur og þeir fóru í 18 holu umspil næsta dag. Þrátt fyrir að hafa byrjað umspilið á skolla og skramba náði Ernie að jafna skor Loren Roberts upp á 74 högg. Ernie fékk fugl Lesa meira
Íslandsmót unglinga í holukeppni: Henning Darri efstur þeirra sem komst í 16 manna úrslit í strákaflokki
Íslandsmót unglinga í holukeppni hófst í dag, 7. ágúst 2012 á Þorlákshafnarvelli. Keppt er í 3 aldursflokkum hjá bæði kynum. 16 efstu í hverjum flokki komast áfram. Hér er listi þeirra 16 sem komust áfram í strákaflokki 14 ára og yngri í dag: 1. Henning Darri Þórðarson, GK, 74 högg 2. Jason Noi Arnarsson, GKJ, 75 högg 3. Atli Már Grétarsson, GK, 76 högg 4. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, 76 högg 5. Guðmundur Sigurbjörnsson, GL, 77 högg 6. Eggert Kristján Kristmundsson, GR, 77 högg 7. Bragi Aðalsteinsson, GKG, 77 högg 8. Andri Páll Ásgeirsson, AFMÆLISKYLFINGUR DAGSINS Á GOLF 1, GOS, 77 högg — Til hamingju Andri Páll með daginn!!! 9. Lesa meira
Axel, Ólafur Björn og Kristján Þór taka þátt í Evrópumóti einstaklinga
Axel Bóasson úr Keili, Kristján Þór Einarsson úr Keili og Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum hefja á morgun leik í Evrópumóti einstaklinga í golfi sem fram fer á Írlandi. Carton House klúbburinn heldur mótið og leikið verður á Montgomerie vellinum. Evrópumót einstaklinga er eitt sterkasta áhugamannamót sem fram fer í heiminum á ári hverju og allir bestu áhugakylfingar Evrópu mæta til leiks í Írlandi. Meðal sigurvegara í mótinu er Norður-Írinn Rory McIlroy en hann stóð uppi sem sigurvegari árið 2006. Sergio Garcia vann mótið árið 1995 og varð annar tveimur árum síðar. Ljóst er að íslensku kylfingarnir fá tækifæri til að spreyta sig gegn bestu áhugamönnum Evrópu. Leiknar verða 72 Lesa meira
GR: Grímur Þórisson var á besta skorinu á Opna Eimskipsmótinu
Í gær fór fram Opna Eimskipsmótið á Grafarholtsvelli. Þátttakendur voru 168 (þar af 31 kona) og luku 162 leik (þar af 28 konur). Leikfyrirkomulagið var höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í kvenna- og karlaflokki í punktakeppninni og fyrir 3 efstu sætin í höggleiknum. Grímur Þórisson, GÓ, var á besta skorinu 73 höggum, eða 2 yfir pari. Í punktakeppni kvenna vann Rakel Kristjánsdóttir, GR, var á 41 glæsilegum punktum. Í karlaflokki sigraði Rúnar Gunnarsson, GR, á 43 puntkum, ekki síður glæsilegum! Helstu úrslit voru eftirfarandi: Punktakeppni – konur: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls H1 1 Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Keegan Bradley? Fyrri hluti
Keegan Hansen Bradley sigraði á Bridgestone Invitational heimsmótinu í Akron, Ohio síðustu helgi. Hann er nú í 15. sæti heimslistans, fór upp um 12 sæti, en hann var í 27. sæti eftir Opna breska. Fyrir ári síðan var hann í 108. sæti heimslistans. Fimmtánda sætið er það hæsta sem hann hefir nokkru sinni verið á heimslistanum. Hver er þessi kylfingur sem skotist hefir upp á stjörnuhimininn s.l. tvö ár? Keegan Bradely fæddist 7. júní 1986 og því 26 ára. Hann spilar á PGA mótaröðinni og hefir nú þegar sigrað á 3 mótum, það stærsta er PGA Championship 2011. PGA Championship er s.s. flestir kylfingar vita, fjórða og síðasta risamótið ár hvert Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Andri Páll Ásgeirsson. Andri Páll er fæddur 7. ágúst 1998 og er því 14 ára í dag. Andri Páll er í Golfklúbbi Selfoss (GOS). Hann var einmitt valinn efnilegasti kylfingur GOS í lokahófi klúbbsins í september fyrir ári. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Frægir kylfingar: Michael Phelps
Michael Phelps er einn besti sundmaður allra tíma. Hann hefir þegar slegið met Mark Spitz um 33 heimsmet í sundi – Phelps á 38 heimsmet og hefir unnið til fleiri gullverðlaunapeninga á Ólympíuleikum en nokkur í sundi eða 18 alls. Hann hefir gefið út að hann ætli að hætta í sundi eftir Ólympiuleikana í London sjá m.a með því að SMELLA HÉR: Hann ætlar að draga sig í hlé 27 ára, e.t.v. til þess að geta varið meiri tíma með kærestu sinni Megan Rossee (sjá mynd hér að neðan) … en líka til þess að geta spilað meira golf, en það er eitt af því fáa sem tekist hefir að Lesa meira
GN: Arnar Freyr Jónsson sigraði í Neistaflugi GN og Síldarvinnslunnar
Eitt stærsta mót á Austurlandi fór fram s.l. laugardag, 4. ágúst 2012: Neistaflug GN og Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað. Það voru 111 skráðir í mótið og 11o luku keppni (þar af 15 konur). Veitt voru verðlaun fyrir 5 efstu sæti í opnum flokki í punktakeppni; 3 efstu sæti í flokki karla og kvenna og 2 efstu sæti í unglingaflokki. Það sem var glæsilegt var að meðal efstu 5 verðlaunahafa í punktakeppninni voru 2 af þeim 15 konum, sem þátt tóku: Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, GBE, sem sigraði punktakeppnina og Bryndís Þóra Jónsdóttir, GN, sem varð í 4. sæti. Glæsilegur árangur það!!! Á besta skori í karlaflokki, 72 höggum, sem jafnframt var besta skorið Lesa meira







