Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2012 | 17:55

Axel, Ólafur Björn og Kristján Þór taka þátt í Evrópumóti einstaklinga

Axel Bóasson úr Keili, Kristján Þór Einarsson úr Keili og Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum hefja á morgun leik í Evrópumóti einstaklinga í golfi sem fram fer á Írlandi. Carton House klúbburinn heldur mótið og leikið verður á Montgomerie vellinum.

Evrópumót einstaklinga er eitt sterkasta áhugamannamót sem fram fer í heiminum á ári hverju og allir bestu áhugakylfingar Evrópu mæta til leiks í Írlandi. Meðal sigurvegara í mótinu er Norður-Írinn Rory McIlroy en hann stóð uppi sem sigurvegari árið 2006. Sergio Garcia vann mótið árið 1995 og varð annar tveimur árum síðar.

Ljóst er að íslensku kylfingarnir fá tækifæri til að spreyta sig gegn bestu áhugamönnum Evrópu. Leiknar verða 72 holur í mótinu. Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu mótsins sem nálgast má með því að SMELLA HÉR:

Heimild (texti og mynd): GSÍ