Sigursveit GR í flokki 15 ára og yngri stelpna í svarta sandinum í Þorlákshöfn. F.v.: Saga Traustadóttir, Eva Karen Björnsdóttir. Karen Ósk Kristjánsdóttir og Gerður Hrönn Ragnarsdóttir. Mynd: Í einkaeigu Sigursveit GR í flokki 15 ára og yngri stelpna í svarta sandinum í Þorlákshöfn. F.v.: Saga Traustadóttir, Eva Karen Björnsdóttir. Karen Ósk Kristjánsdóttir og Gerður Hrönn Ragnarsdóttir. Mynd: Í einkaeigu
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2012 | 13:55

Sveitakeppni unglinga: Sveit GR sigraði í flokki 15 ára og yngri telpna í Þorlákshöfn – myndasería

Sveit Golfklúbbs Reykjavíkur sigraði í flokki 15 ára og yngri telpna í úrslitaleik við A-sveit Golfklúbbsins Keilis í sveitakeppni GSÍ, sem fram fór dagana 17.-19. ágúst 2012. Alls tóku 5 sveitir þátt og var leikið á Þorláksvelli hjá GÞ.

Hér má sjá myndsaseríu frá sigursveit GR, Íslandsmeisturum í sveitakeppni í flokki 15 ára og yngri telpna:

SIGURSVEIT GR – ÍSLANDSMEISTARAR Í FLOKKI 15 ÁRA OG YNGRI TELPNA Í SVEITAKEPPNI GSÍ 2012 

Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ í flokki 15 ára og yngri telpna eru þær: Eva Karen Björnsdóttir, Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, Karen Ósk Kristjánsdóttir og Saga Traustadóttir.

Úrslit í sveitakeppni GSÍ í flokki 15 ára og yngri telpna voru eftirfarandi:

Telpur 15 ára og yngri:
1. Golfklúbbur Reykjavíkur
2. Golfklúbburinn Keilir-a
3. GKJ/GS/GHG
4. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
5. Golfklúbburinn Keilir-b