Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2012 | 21:00

Úrslit í sveitakeppnum unglinga og eldri kylfinga

Sveitakeppni unglinga og eldri kylfinga fór fram víða um land um helgina. 1. deild karla og kvenna eldri kylfinga fór fram á Flúðum en 2. deild var leikinn í Stykkishólmi. Golfklúbbur Akureyrar er Íslandsmeistari í sveitakeppni eldri kylfinga í karlaflokki en Golfklúbbur Reykjavíkur í kvennaflokki.

Sveitakeppni pilta 18 ára og yngri fór fram á Þverárvelli að Hellishólum og fór Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar með sigur af hólmi eftir úrslitaleik við Golfklúbbinn Keili. Í keppni stúlkna 18  ára og yngri fór A-sveit Golfklúbbsins Keilis með sigur eftir úrslitaleik við Golfklúbb Reykjavíkur. Leikið var í stúlkna- og telpnaflokki í Þorlákshöfn. Í telpnaflokki fór Golfklúbbur Reykjavíkur með sigur eftir að hafa lagt A-sveit Keilis af velli.

Það voru alls 20 sveitir sem tóku þátt í sveitakeppni drengja 15 ára og yngri sem fram fór á Akureyri. Þar fagnaði A-sveit Keilis sigri en A-sveit Golfklúbbs Akureyrar varð í öðru sæti. Hér að neðan má sjá öll úrslitin í Sveitakeppnum unglinga og eldri kylfinga.

Stúlkur 18 ára og yngri:
1. Golfklúbburinn Keilir-a
2. Golfklúbbur Reykjavíkur
3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
4. Golfklúbburinn Keilir-b
5. Nesklúbburinn
6. GHD/GA

Piltar 18 ára og yngri:
1. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2. Golfklúbburinn Keilir
3. Golfklúbbur Akureyrar
4. Golfklúbbur Reykjavíkur
5. Golfklúbburinn Kjölur
6. Golfklúbbur Selfoss
7. Golfklúbburinn Oddur
8. Nesklúbburinn

Telpur 15 ára og yngri:
1. Golfklúbbur Reykjavíkur
2. Golfklúbburinn Keilir-a
3. GKJ/GS/GHG
4. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
5. Golfklúbburinn Keilir-b

Drengir 15 ára og yngri:
1. Golfklúbburinn Keilir, A-sveit
2. Golfklúbbur Akureyrar, A-sveit
3. Golfklúbburinn Keilir, B-sveit
4. Golfklúbburinn Kjölur, A-sveit
5. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, A-sveit
6. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, B-sveit
7. Golfklúbbur Reykjavíkur, A-sveit
8. Golfklúbburinn Kjölur, B-sveit
9. Golfklúbbur Suðurnesja
10. Nesklúbburinn, A-sveit
11. Golfklúbburinn Leynir, A-sveit
12. Golfklúbbur Hveragerðis
13. Golfklúbbur Akureyrar, B-sveit
14. Golfklúbbur Sauðárkróks
15. Golfklúbbur Reykjavíkur, B-sveit
16. Golfklúbburinn Hamar / Golfklúbbur Ólafsfjarðar
17. Golfklúbburinn Leynir, B-sveit
18. Golfklúbbur Vestmannaeyja
19. Golfklúbburinn Oddur
20. Nesklúbburinn, B-sveit

1. deild karla eldri kylfinga:
1. Golfklúbbur Akureyrar
2. Golfklúbbur Reykjavíkur
3. Nesklúbburinn
4. Golfklúbburinn Keilir
5. Golfklúbbur Vestmannaeyja
6. Golfklúbbur Öndverðaness
7. Golfklúbbur Suðurnesja
8. Golfklúbburinn Oddur

1. deild kvenna eldri kylfinga:
1. Golfklúbbur Reykjavíkur
2. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
3. Golfklúbburinn Keilir
4. Golfklúbburinn Kjölur
5. Golfklúbbur Suðurnesja
6. Golfklúbbur Akureyrar
7. Golfklúbburinn Oddur
8. Golfklúbbur Öndverðarness

2. deild karla eldri kylfinga:
1. Golfklúbbur Sandgerðis
2. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
3. Golfklúbbur Borgarness
4. Golfklúbburinn Kjölur
5. Golfklúbburinn Leynir
6. Golfklúbbur Flúða
7. Golfklúbbur Selfoss
8. Golfklúbburinn Mostri

2. deild kvenna eldri kylfinga:
1. Nesklúbburinn
2. Golfklúbburinn Kiðjaberg
3. Golfklúbburinn Mostri

Heimild: golf.is