Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2012 | 22:04

PGA: Sergio Garcia leiðir á Barclays á Bethpage Black eftir 3. dag

Það er Sergio Garcia sem leiðir fyrir lokadag The Barclays, sem fram fer á Bethpage Black golfvellinum í New York.  Sergio er búinn að spila á samtals 10 undir pari, samtals 203 höggum (66 68 69).

Fast á hæla Garcia er Bandaríkjamaðurinn Nick Watney aðeins 1 höggi á eftir á samtals 8 undir pari, 205 höggum (65 69 71).

Í 3. sæti er Bandaríkjamaðurinn Kevin Stadler á samtals 7 undir pari, 206 höggum (72 69 65).

Tiger deilir 10. sætinu með 7 stórum nöfnum í golfheiminum, þ.á.m. Phil Mickelson og er búinn að standa sig betur en spilafélagi hans, Rory McIlory, nr. 1 í heimi, sem deilir 22. sætinu með 4 öðrum kylfingum ( þ.á.m. Luke Donald) á 2 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag The Barclays SMELLIÐ HÉR: