Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2012 | 18:30

Evróputúrinn: Paul Lawrie leiðir fyrir lokadaginn í Gleneagles

Það er Skotinn Paul Lawrie sem leiðir fyrir lokahringinn á Johnnie Walker Championship. Hann er búinn að spila hringina 3 á samtals 12 undir pari, samtals 204 höggum (68 69 67).

Í 2. sæti er Frakkinn Romain Wattel 1 höggi á eftir Lawrie. Í þriðja sæti er Skotinn Stephen Gallacher á samtals 9 undir pari, samtals 207 höggum (75 67 65) og spilar betur með hverjum deginum.

Fjórða sætinu deilir síðan forystumaður 1. daga, Brett Rumford ásamt 2 öðrum, á samtals 8 undir pari.

Sex kylfingar deila síðan 7. sætinu  á samtals 7 undir pari, þ.e. þeir: Colin Montgomerie, Thorbjörn Olesen, Knut Borsheim, Thomas Björn, Rafael Cabrera-Bello og Grégory Bourdy.

Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun SMELLIÐ HÉR: