Ragnar Már Garðarsson, GKG, sigraði glæsilega á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka. Hann var sá eini sem var á samtals skori undir pari eftir 2 keppnisdaga! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2012 | 21:30

Unglingamótaröð Arion banka (6): Úrslit eftir fyrri hring 25. ágúst 2012

Lokastigamótið á Arion-banka unglingamótaröðinni fer fram um helgina á Urriðavelli og fór fyrri hringur af tveimur fram í dag. Róbert Smári Jónsson úr GS, sem leikur í strákaflokki 14 ára og yngri, lék á besta skorinu í dag en hann kom í hús á 70 höggum eða einu höggi undir pari. Svo sannarlega frábært skor hjá Róberti.

Í piltaflokki, 17-18 ára, er Ragnar Már Garðarsson úr GKG efstur en hann lék fyrsta hringinn á 76 höggum. Í stúlknaflokki, 17-18 ára, eru þær Anna Sólveig Snorradóttir úr GK og Halla Björk Ragnarsdóttir úr GR jafnar eftir að hafa leikið á 76 höggum. Stöðu efstu kylfinga í mótinu má finna hér að neðan.

Heildarstöðu í mótinu má finna í mótaskrá á golf.is

Staða efstu kylfinga á Urriðavelli:
Piltaflokkur, 17-18 ára:
1. Ragnar Már Garðarsson GKG 76 +5
2.-3. Emil Þór Ragnarsson GKG 77 +6
2.-3. Bogi Ísak Bogason GR 77 +6
4. Árni Evert Leósson GO 78 +7
5.-8. Ísak Jasonarson GK 79 +8
5.-8. Ástgeir Ólafsson GR 79 +8
5.-8. Benedikt Árni Harðarson GK 79 +8
5.-8. Stefán Þór Bogason GR 79 +8

Stúlknaflokkur, 17-18 ára:
1.-2. Anna Sólveig Snorradóttir GK 76 +5
1.-2. Halla Björk Ragnarsdóttir GR 76 +5
3. Guðrún Pétursdóttir GR 79 +8
4. Högna Kristbjörg Knútsdóttir GK 80 +9
5. Særós Eva Óskarsdóttir GKG 82 +11

Drengjaflokkur, 15-16 ára:
1. Aron Snær Júlíusson GKG 72 +1
2. Ævarr Freyr Birgisson GA 74 +3
3. Gústaf Orri Bjarkason GK 75 +4
4.-5. Birgir Björn Magnússon GK 76 +5
4.-5. Óðinn Þór Ríkharðsson GKG 76 +5

Telpnaflokkur, 15-16 ára:
1.-2. Sara Margrét Hinriksdóttir GK 81 +10
1.-2. Ragnhildur Kristinsdóttir GR 81 +10
3. Karen Ósk Kristjánsdóttir GR 86 +15
4.-5. Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 88 +17
4.-5. Birta Dís Jónsdóttir GHD 88 +17

Strákaflokkur, 14 ára og yngri:
1. Róbert Smári Jónsson GS 70 -1
2.-4. Kristján Benedikt Sveinsson GA 73 +2
2.-4. Henning Darri Þórðarson GK 73 +2
2.-4. Eggert Kristján Kristmundsson GR 73 +2
5.-6. Fannar Ingi Steingrímsson GHG 74 +3
5.-6. Helgi Snær Björgvinsson GK 74 +3

Stelpuflokkur, 14 ára og yngri:
1. Ólöf María Einarsdóttir GHD 84 +13
2. Saga Traustadóttir GR 85 +14
3. Kristín María Þorsteinsdóttir GKJ 88 +17
4. Laufey Jóna Jónsdóttir GS 89 +18
5. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR 90 +19