Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2012 | 22:00

PGA: Brandt Snedeker og Justin Rose leiða fyrir lokadag Tour Championship!!

Það eru nýliðinn í Ryder Cup liði Bandaríkjanna, Brandt Snedeker og Englendingurinn Justin Rose sem leiða fyrir lokahring Tour Championship.

Báðir eru þeir á 8 undir pari, 202 höggum; Brandt Snedeker (68 70 64) og Justin Rose (66 68 68).

Í 3. sæti er Bandaríkjamaðurinn Ryan Moore, tveimur höggum á eftir, á 6 undir pari, 204 höggum (69 70 65).

Fjórða sætinu deila forystumaður gærdagsins Jim Furyk, nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy og Masters meistarinn í ár Bubba Watson, allir á samtals 5 undir pari, 205 höggum, hver.

Tiger Woods deilir síðan 7. sæti ásamt 3 öðrum á samtals 4 undir pari – 4 höggum á eftir Snedeker og Rose.  Það er því allt opið enn og mjög líklegt að einhverjir framangreindu verði 10 milljón dollurum ríkari á morgun!

Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahring Tour Championship SMELLIÐ HÉR: