Caroline Masson
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2012 | 20:30

LET: Caroline Masson leiðir á Tenerife Open de España Femenino eftir 3. dag

Það er þýski kylfingurinn Caroline Masson sem leiðir eftir 3. hring Tenerife Open de España Femenino. Hún er samtals búin að spila á 8 undir pari, 208 höggum (69 69 70).

Það var ansi hvasst á Kanaríeyjum í dag. Eftir hringinn sagði Masson m.a.„Þetta var ansi erfitt. Vindurinn var sterkari en s.l. daga og við vorum í vandræðum á annarri og það byrjaði síðan á næstum öllum öðrum holum þannig að við vorum í tímaþröng og ég var ansi stressuð stundum. Ég er glöð að ég kláraði á 2 undir pari. Mér finnst það gott skor í vindinum og ég er bara ánægð með stöðuna fyrir morgundaginn.“

Í 2. sæti á 7 undir pari er ástralski kylfingurinn Stacy Keating (70 69 70).

Í 3. sæti á 6 undir pari er síðan franski kylfingurinn Joanna Klatten og 1 höggi á eftir eru landa hennar Celine Palomar og forystukona fyrstu 2 dagana Nikki Garrett frá Ástralíu, en þær deila nú með sér 4. sætinu.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: