Peter Hanson og Justin Rose sigra á Tyco Golf Skills Challenge
Enski kylfingurinn Justin Rose og sá sænski Peter Hanson sigruðu í gær í Tyco Golf Skills Challenge, þ.e. einskonar golfþrautakeppni á Breakers golfstaðnum í Palm Beach, Flórída.
Rose og Hanson — liðsfélagar í sigurliði Ryder Cup — sigruðu þá Dustin Johnson and Keegan Bradley í keppni með Reverse Scramble fyrirkomulagi á lokahringnum til að tryggja sér titilinnn.
Allt var jafnt þannig að vippkeppni var látin skera úr um úrslitin. Vipp Hanson fór 2 fet og 10 þumlunga frá holu meðan Bradley vippaði 3 fet og 6 þumlunga frá.
Önnur lið sem þátt tóku í keppninni voru Zach Johnson og Kyle Stanley og Mark O’Meara og Mark Calcavecchia. Jafnframt var keppt í 6 þrautum: lengsta drævi, miðjárnum, sandglompuhöggum, vippum, björgun úr erfiðri legu, og stuttum járnum.
Hanson og Rose tóku þátt í fyrsta sinn og unnu í einni þrautinni: sandglompuhöggunum. Þeir unnu sér inn $285,000, en keppnin, sem búin er til fyrir sjónvarp vestra mun fara í loftið á NBC 29.-30. desember. Johnson og Bradley unnu sér inn $223,000 fyrir 2. sætið.
Bradley og Johnson unnu líka dræv keppnina með drævi Bradley upp á 270 yarda og þeir unnu líka miðjárnin og vippkeppnina. Calcavecchia og O’Meara stóðu sig best í að bjarga sér úr erfiðri legu og í keppni með stuttu járnunum.
„Þetta var gaman og við héngum inni þarna og gætum hafa gefið þetta fyrr,“ sagði Bradley. „Þessir gæjar eru frábær samkeppni og þetta er virkilega erfitt leikform. Þar var mikið um að vera þarna.
Í aðalkeppninni, Reverse Scramble undanúrslitunum, sigruðu Rose og Hanson O’Meara og Calcavecchia, meðan Johnson og Bradley komust í úrslitin með því að sigra þá Johnson og Stanley.
O’Meara og Calcavecchia urðu í 3. sæti og unnu sér inn $158,000. Johnson og Stanley urðu í 4. sæti og unnu sér inn $134,000.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024