Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2012 | 17:45

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (33. grein af 34): Anaïs Magetti

Það var svissneska stúlkan  Anaïs Magetti sem varð í 2. sæti á Q-school LET á La Manga nú fyrr á árinu.

Anaïs Magetti fæddist í Losone, 9. desember 1990 og er því 21 árs.  Hún talar ítölsku, frönsku, þýsku og ensku.  Hún nam viðskiptafræði við íþróttaskólann sem hún var í. Golfklúbburinn sem  Anaïs er í, í Sviss er Golf Gerre Losone í Ticino héraðinu í Sviss.

Sem áhugamaður spilaði  Anaïs á nokkrum mótum á LET.Hún varð í 22. sæti á Deutsche Bank Ladies Swiss Open 2008.  Hún varð T-14 á Deutsche Bank Ladies Swiss Openn 2010. Hún var á besta skorinu 7 undir pari (64) á  Swiss International Championship árið 2011. Eins spilaði Anaïs á nokkrum mótum á Suncoast Ladies Series í Flórída 2011. Anaïs gerðist atvinnumaður í golfi í janúar á þessu ári, þ.e.2012.

Meðal áhugamála  Anaïs er að vera á snjóborði, horfa á hokkí, hlusta á góða tónlist, að spila tennis og sósíalisera.