Þórður Rafn Gissurarson, GR. Photo: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2012 | 23:30

NGA: Þórður Rafn á 77 högum eftir 1. dag í Harmony Golf Preserve

Í dag hófst  4. mótið á NGA Pro Tour – Bridgestone Winter Series. Nú er spilað í Harmony Golf Preserve, í Harmony, Flórída. Þátttakendur eru 88 og Þórður Rafn Gissurarson, GR, meðal keppenda.

Þórður Rafn átti hring upp á 5 yfir pari, 77 högg, fékk aðeins 1 fugl, 12 pör, 4 skolla og 1 skramba og er sem stendur í 76. sæti, sem hann deilir með TJ Regan frá Lynnfield, Massachusetts.

Það eru 29 efstu og þeir sem jafnir eru í 29. sæti sem fá að spila 3. daginn. Eftir 1. dag er niðurskurður miðaður við 2 undir pari og þarf Þórður Rafn að vinna upp 7 högg ætli hann sér að spila 3. daginn.

Golf 1 óskar  Þórði Rafni góðs gengis í Harmony Golf Preserve!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag mótsins í Harmony Golf Preserve SMELLIÐ HÉR: