Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Michael Jackson – 29. ágúst 2021

Hver hefði trúað því að popgoðsögnin Michael Jackson (oft kallaður konungur popsins) kynni eitthvað fyrir sér í golfi? Svo er að sjá a.m.k. ef eitthvað er að marka meðfylgjandi myndskeið SMELLIÐ HÉR:

Eins var Jackson alltaf í golfhönskum, sem settir voru semalíusteinum og hefir sá dýrasti sem stjarnan hélt mikið upp á selst fyrir litlar $350,000 (u.þ.b 35 milljónir íslenskra króna) – Já jafnvel golfhanskar geta orðið verðmætir með tímanum!!!

Það er Michael Jackson sem er afmæliskylfingur dagsins hér á Golf 1, en hann hefði orðið 63 ára í dag hefði hann lifað.

Michael Joseph Jackson var fæddur 29. ágúst 1958 og dó s.s. flestir aðdáendur hans vita 25. júní 2009, aðeins 50 ára að aldri. Heil 12 ár frá andláti hans og það er eins og það hefði gerst í gær!!! Tíminn líður hratt!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Albert Þorkelsson, 29. ágúst 1922-12. febrúar 2008 (Hefði orðið 99 ára í dag); Dóra Eiríksdóttir, 29. ágúst 1952 (69 ára); Sigríður Anna Kristinsdóttir, 29. ágúst 1957 (64 ára);Jónína Kristjánsdóttir, GK, 29. ágúst 1963 (58 ára); Carl Pettersson, 29. ágúst 1977 (44 ára); Anton Rafn Ásmundsson; 29. ágúst 1979 (42 ára); Ég Er Akureyringur, 29. ágúst 1985 (36 ára); Peter Uihlein, 29. ágúst 1989 (32 ára); Aron Atli Bergmann Valtýsson, 29. ágúst 1999 (22 ára); Julia Lekva….. og …..

Golf 1 óskar þeim, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is