Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2021 | 08:00

LET: Guðrún Brá varð T-38 á Skaftö Open

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK, tók þátt í Skaftö Open, sem var mót sl. viku á LET.

Mótið fór fram í Skaftö klúbbnum í Fiskebäckskil, Svíþjóð og stóð dagana 27.-29. ágúst 2021

Völlurinn, sem spilað er á, er fremur stuttur en krefjandi keppnisvöllur; 4.782 metrar og par-69.

Guðrún Brá lék á samtals 6 yfir pari, 213 höggum (69 72 72) og deildi 38. sætinu með 6 öðrum kylfingum, þ.e. varð T-38.

Sjá má lokastöðuna á Skaftö Open með því að SMELLA HÉR: