Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: David Whelan —– 28. ágúst 2021

Það er David Whelan sem er afmæliskylfingur dagsins. Whelan er fæddur í Sunderland, Tyne and Wear, í Englandi 28. ágúst 1961 og á því 60 ára stórafmæli. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1981. Á ferli sigraði hann aðeins 1 sinni á Evróputúrnum þ.e. Torras Hostench Barcelona Open, þann 20. mars 1988. Síðar gerðist hann golfkennari og forstöðumaður Leadbetter Academy í Bradenton, Flórída. Meðal nemenda hans þar eru ekki ófrægari kylfingar en Paula Creamer, Catriona Matthew, Hunter Mahan, Peter Uihlein og systurnar Jessica og Nelly Korda.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Butch Harmon, 28. ágúst 1943 (78 ára); Jóhann Árelíuz (69 ára); David Whelan, 28. ágúst 1961 (60 ára merkisafmæli); Lee McLeod Janzen, 28. ágúst 1964 (57 ára); Pétur Hrafnsson, 28. ágúst 1966 (55 ára); Yugi Igarashi, 28. ágúst 1968 (53 ára); Joakim Haeggman 28. ágúst 1969 (52 ára); Kristrún Heimisdóttir, 28. ágúst 1971 (50 ára STÓRAFMÆLI – Innilega til hamingju!!!); Gísli Rafn Árnason (48 ára) …. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is