Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2021 | 08:00

Solheim Cup 2021: Hvaða kylfingar stóðu sig best í liði Bandaríkjanna?

Lið Bandaríkjanna tapaði fyrir liði Evrópu í 17. Solheim Cup viðureign álfanna sl. mánudag, 6. september 2021.

Í sigurliðinu var það nýliðinn Leona Maguire, sem náði 4,5 vinningi af 5 sem hún gat mögulega fengið sem stóð sig best allra í liði Evrópu. Leona er aðeins 3. kylfingurinn í allri sögu Solheim Cup til þess að ná 4,5 vinningi eða meira og segir sig sjálft að hún var sá kylfingur sem stóð sig langbest í heildina tekið. Sagt er að nýliðar Evrópu hafi unnið bikarinn, því finnski nýliðinn Mathilda Carstren tryggði að bikarinn færi ekkert frá Evrópu.

Enginn kylfingur í liði Bandaríkjanna fékk að spila fleiri en 4 leiki, þannig að enginn átti sjéns á sama frama og Leona. Og enginn kylfingur í bandaríska liðinu náði fleirum sigrum en 2.

 

En hver stóð sig best í tapliðinu, liði Bandaríkjanna? Svarið er hér að neðan:

Lizette Salas (t.v.) og Jenifer Kupcho (t.h.) stóðu sig best í tapliði Bandaríkjanna í Solheim Cup 2021

Lizette Salas 2 sigrar 1 jafnt 1 tap í 4 leikjum

Jennifer Kupcho (nýliði) 2 sigrar 1 jafnt 1 tap í 4 leikjum

Yealimi Noh (nýliði) 2 sigrar 1 tap í 3 leikjum

Nelly Korda 2 sigrar 2 töp í 4 leikjum

Brittany Altomare. 2 sigrar 2 töp í 4 leikjum

Ally Ewing 1 sigur 1 jafnt 2 töp í 4 leikjum

Lexi Thompson 1 sigur 1 jafnt 2 töp í 4 leikjum

Austin Ernst 1 sigur 1 jafnt 2 töp í 4 leikjum

Megan Khang 1 sigur 1 jafnt 1 tap í 3 leikjum

Mina Harigae (nýliði) 1 sigur 2 töp í 3 leikjum

Jessica Korda 1 sigur 2 töp í 3 leikjum

Danielle Kang 1 sigur 3 töp í 4 leikjum

Þegar rýnt er í frammistöðuna hjá bandaríska liðinu sést að Lizette Salas stóð sig best ásamt nýliðunum Jennifer Kupcho og Yealimi Noh. Þannig að nýliðar Bandaríkjanna voru líka að gera góða hluti!!! Nýliðinn Mina Harigae náði m.a.s. vinningi og stóð sig ekki verst í liðinu.

Það er síðan kaldhæðni örlaganna að eina tap Lizette Salas skyldi koma þegar mest á reyndi að sigra eða halda jöfnu þ.e. í tvímenningnum við Mathildu Carstren en í þeim leik tryggði Evrópa sér jafna stöðu eins og áður segir og tryggði jafnframt að Solheim bikarinn yrði áfram í Evrópu.  Leiða má líkum að því að ef Salas hefði þó ekki væri nema haldið jöfnu við Carstren, hefðu úrslitin getað litið allt öðruvísi út. Ekki víst að Emily Pedersen hefði sigrað gegn Daníelle Kang í lokaviðureigninni ef Kang hefði vitað hvað héngi á spýtunni fyrir liðið og Bandaríkin. Á móti kemur að eins er óvíst hvort reynsluboltar Evrópu, Carlota Ciganda, Mel Reid og Charlie Hull hefðu þá tapað leikjum sínum ef keppnin hefði verið meira opin.  Hefði, hefði …. endalaust hægt að velta fyrir sér niðurstöðunum.

Það sem stendur upp úr hjá þeim bandarísku er að allar lögðu sitt af mörkum til þess að Bandaríkin mættu sigra, en sömu sögu er ekki að segja um sigurlið Evrópu – þar sem einn kylfingurinn skilaði engu stigi.