Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2021 | 07:00

Jon Rahm leikmaður ársins hjá PGA of America

Spænski kylfingurinn Jon Rahm hlaut í fyrsta sinn heiðursviðurkenninguna PGA of America leikmaður ársins.

Jafnframt hlaut hann Vardon bikarinn, sem hefir verið veittur árlega frá 1937 fyrir lægsta leiðrétta meðaltalsskorið (ens. lowest adjusted scoring average).

Á sl. keppnistímabili, sem var óvenjulegt að því leyti að keppt var um sex risatitla, vegna tilfærslna frá árinu áður vegna Covid-faraldursins hlaut Rahm 75 „leikmaður ársins“ stig –  fimm fleiri en Bryson DeChambeau.

Fyrir ári síðan varð Rahm í öðru sæti í keppninni um titilinn „PGA kylfingur ársins árið 2020″, á eftir Justin Thomas, og munaði 10 stigum á þeim.

Rahm, 26 ára sigraði aðeins einu sinni á keppnistímabilinu 2020-21, en í engu smámóti – hann náði að sigra á Opna bandaríska risamótinu, sem gefur 30 stig í keppninni um titilinn „PGA kylfingur ársins.“  í júní á Torrey Pines í San Diego.

Síðan fékk Rahm 20 stig fyrir að vera efstur á peningalistanum á keppnistímabilinu.

Hann skipti einnig 10 stigum með Kevin Na fyrir góða frammistöðu á nýloknu Tour Championship-móti.

DeChambeau varð í 2. sæti hlaut 70 stig í keppninni um titilinn„PGA leikmaður ársins, Patrick Cantlay fékk 60 stig og varð þriðji og Collin Morikawa 54 stig og varð í  fjórða sæti.

Í Vardon Trophy keppninni var leiðrétti meðaltalshöggafjöldi Rahm 69.300 í 86 spiluðum hringjum. Dustin Johnson var í öðru sæti með 69,619, Louis Oosthuizen næstur með 69,714, DeChambeau 69,728 og Cantlay 69,736.

Vardon bikarinn er nefndur í höfuðið á goðsagnakennda breska kylfingnum Harry Vardon, og til að eiga möguleika á honum þarf að lágmarki að spila 60 hringi, án ófullkominna hringja, á viðburðum sem PGA mótaröðin stendur fyrir eða tilnefnir. Leiðrétta skorið er reiknað út úr meðalskori þáttakenda í hverju móti.

Síðan 1948 hefur PGA of America heiðrað bestu kylfinga mótarðarinnar með heiðurstitlinum „PGA kylfingur ársins“. Það er kynnt fyrir efsta  atvinnumanninum á mótaröðinni byggt á stigakerfi fyrir sigur á mótum, opinberri stöðu hans á peningalistanum  og meðaltalsskori. Hafist var handa að gefa stig fyrir tímabilið 2020-21  á A Military Tribute á Safeway Open 10. september 2020 og lauk sunnudaginn 5. september á TOUR Championship.