VIRGINIA WATER, ENGLAND – SEPTEMBER 10: Kiradech Aphibarnrat of Thailand on the 18th tee during the second round of The BMW PGA Championship at Wentworth Golf Club on September 10, 2021 in Virginia Water, England. (Photo by Andrew Redington/Getty Images)
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2021 | 08:15

Evróputúrinn: Aphibarnrat leiðir í hálfleik BMW PGA Championship

Það er thaílenski kylfingurinn Kiradech Aphibarnrat, sem leiðir í hálfleik á BMW PGA Championship, flaggskipsmóti Evróputúrsins, sem fram fer dagana 9.-12. september 2021.

Mótsstaður er Wentworth golfklúbburinn, í Virginia Water, Surrey, Englandi.

Aphibarnrat er búinn að spila á samtals 12 undir pari 132 höggum (64 68).

Tveir kylfingar deila 2. sætinu þeir Francesco Laporta frá Ítalíu og heimamaðurinn Laurie Canter, báðir 1 höggi á eftir Aphibarnrat.

Sjá má stöðuna á BMW PGA Championship með því að SMELLA HÉR: