Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2021 | 19:00

LET: Guðrún Brá lauk keppni á Swiss Ladies Open

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr GK tók þátt í Swiss Ladies Open, sem var mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET).

Guðrún Brá lauk keppni í 47. sæti, sem hún deildi með 6 öðrum kylfingum.

Hún lék keppnishringina 3 á sléttu pari, 216 höggum (70 74 72).

Sigurvegari mótsins var thaílenska stúlkan Atthaya Thitikul, sem lék á samtals 16 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Swiss Ladies Open SMELLIÐ HÉR: