Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2021 | 09:00

Solheim Cup 2021: Hver er nýliðinn Yealimi Noh í liði Bandaríkjanna?

Yealimi Noh var nýliði í liði Bandaríkjanna í nýafstaðinni Solheim Cup keppni og var í 3. sæti yfir þær sem stóðu sig best í bandaríska liðinu þ.e. á eftir þeim Lizette Salas og Jennifer Kupcho.

Noh sigraði í tveimur viðureignum sínum og tapaði 1 í þeim 3 leikjum, sem hún fékk að spila í, sem er ágætis árangur nýliða.

Yealimi Noh fæddist 26. júlí 2001 og er því nýorðin 20 ára.

Hún er með tvöfalt ríkisfang þ.e. er bæði bandarísk og kóreönsk.

Yealimi kláraði menntaskólann í fjarnámi og fór ekki í háskóla til þess að geta einbeitt sér betur að golfinu.

Hún vakti athygli á sér eftir að hún sigraði í Californía Girls Championship 2014 og síðan Californía State Championship 2018.

Hún var valin í liðið af fyrlrliða Solheim Cup, Patti Hurst.