
Íslandsbankamótaröðin (4): Aron Snær á 69 – Helga Kristín efst í flokki 17-18 ára eftir 1. dag!
Aron Snær Júlíusson Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er efstur í flokki 17-18 ára pilta eftir fyrri hringinn á Íslandsbankamótaröðinni sem leikinn er á Hlíðarvelli hjá Golfklúbbnum Kili, Mosfellsbæ.
Aron Snær lék frábærlega í dag, hann lék hringinn á 3 undir pari, 69 höggum. Annar er Ragnar Már Garðarsson einnig úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, hann lék einnig vel í dag og kom inn á 71 höggi eða 1 undir pari. Þriðji er svo Ísak Jasonarson úr Golfklúbbnum Keili.
1.sæti Aron Snær Júlíusson, GKG 69 -3
2.sæti Ragnar Már Garðarsson, GKG 71-1
3.sæti Ísak Jasonarson, GK 75 +3
4 .sæti Orri Bergmann Valtýsson, GK 76 +4
5.sæti Ævarr Freyr Birgisson, GA 77 +5
Í flokki stúlkna 17-16 ára leiðir Helga Kristín Einarsdóttir úr Nesklúbbnum en hringinn lék hún á 9 yfir pari, 81 höggi.

Helga Kristín Einarsdóttir, NK. er efst eftir 1. dag á 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar. Mynd: Golf 1
Gunnhildur Kristjánsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er á 10 yfir pari 82 höggum og þriðja er Særós Eva Óskarsdóttir einnig úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar á 13 yfir pari, 85 höggum.
1 Helga Kristín Einarsdóttir NK 81 +9
2 Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 82 +10
3 Særós Eva Óskarsdóttir GKG 85 +13
4 Bryndís María Ragnarsdóttir GK 86 +14
5 Helga Kristín Gunnlaugsdóttir NK 88 +16
- maí. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bill Haas og Nick Dougherty – 24. maí 2022
- maí. 23. 2022 | 22:00 PGA Championship 2022: Justin Thomas sigraði!!!
- maí. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Olga Gunnarsdóttir – 23. maí 2022
- maí. 15. 2022 | 23:59 PGA: KH Lee sigraði á AT&T Byron Nelson mótinu
- maí. 15. 2022 | 21:00 NGL: Axel Bóasson sigraði á Rewell Elisefarm Challenge
- maí. 15. 2022 | 20:00 LPGA: Minjee Lee sigraði á Cognizant Founders Cup
- maí. 15. 2022 | 18:00 Evróputúrinn: Horsefield sigraði á Soudal Open
- maí. 15. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——– 15. maí 2022
- maí. 14. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (20/2022)
- maí. 14. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Hafsteinn Baldursson og Shaun Norris – 14. maí 2022
- maí. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Finnur Sturluson – 13. maí 2022
- maí. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2022
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022