Aron Snær Júlíusson, GKG. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2013 | 18:15

Íslandsbankamótaröðin (4): Aron Snær á 69 – Helga Kristín efst í flokki 17-18 ára eftir 1. dag!

Aron Snær Júlíusson Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er efstur í flokki 17-18 ára pilta eftir fyrri hringinn á Íslandsbankamótaröðinni sem leikinn er á Hlíðarvelli hjá Golfklúbbnum Kili, Mosfellsbæ.

Aron Snær lék frábærlega í dag, hann lék hringinn á 3 undir pari, 69 höggum.  Annar er Ragnar Már Garðarsson einnig úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, hann lék einnig vel í dag og kom inn á 71 höggi eða 1 undir pari. Þriðji er svo Ísak Jasonarson úr Golfklúbbnum Keili.

1.sæti   Aron Snær Júlíusson,                    GKG     69 -3

2.sæti   Ragnar Már Garðarsson,              GKG      71-1

3.sæti   Ísak Jasonarson,                              GK         75 +3

4 .sæti  Orri Bergmann Valtýsson,             GK          76 +4

5.sæti   Ævarr Freyr Birgisson,                   GA         77 +5

Í flokki stúlkna 17-16 ára leiðir Helga Kristín Einarsdóttir úr Nesklúbbnum en hringinn lék hún á 9 yfir pari, 81 höggi. 

Helga Kristín Einarsdóttir, NK. er efst eftir 1. dag á 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar. Mynd: Golf 1

Helga Kristín Einarsdóttir, NK. er efst eftir 1. dag á          4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar. Mynd: Golf 1

Gunnhildur Kristjánsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er á 10 yfir pari 82 höggum og þriðja er Særós Eva Óskarsdóttir einnig úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar á 13 yfir pari, 85 höggum.

1             Helga Kristín Einarsdóttir            NK          81 +9

2             Gunnhildur Kristjánsdóttir           GKG      82 +10

3             Særós Eva Óskarsdóttir              GKG      85 +13

4             Bryndís María Ragnarsdóttir        GK          86 +14

5             Helga Kristín Gunnlaugsdóttir     NK          88 +16