Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2013 | 20:30

Rory á 74 á Irish Open

When Irish Eyes are Smiling söng John McCormack s.s. frægt er (það má heyra lagið í flutningi hans með því að SMELLA HÉR: )

Brosið var langt frá því að ná til augna Rory McIlroy enda var 1. hringur hans á Irish Open í dag hringur vonbrigða.

Hann lék á 2 yfir pari, 74 höggum og kemst kannski í gegnum niðurskurð, en er langt frá því sigurformi sem hann var í á s.l. ári.

Reyndar var hann jafnrauður í andlitinu og Nike-dræverinn hans. Svo virðist sem Rory líði vel allsstaðar annars staðar en á golfvelli þessa dagana.

Rory hitti aðeins 5 af 14 brautum í dag. „Ég er að missa bolta á braut bæði til hægri og vinstri,“ sagði Rory eftir hringinn.

„Ef maður missir eitt högg þá er hægt að laga það en það er erfitt ef það er í báðar áttir. Það leggst á huga manns í hvert sinn sem maður slær af teig.“

„Tilfinningin er góð á æfingasvæðinu og ég hitti alla bolta sem ég vil þar en þegar ég fer út á völl þá er leikurinn minn bara ekki til staðar, þannig að ég veit ekki hvort þetta snýst um að leika minn leik eða bara halda áfram að berjast á æfingasvæðinu eða hvað það er.“