GKJ fær umhverfisverðlaun
Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ hlaut umhverfisviðurkenningu á bæjarhátíð Mosfellbæjar „Í túninu heima“ s.l. helgi fyrir „snyrtilegan og vel hirtan golfvöll.“ Ekki er langt síðan að völlurinn var stækkaður í 18 holu golfvöll og síðan þá hefir verið unnið ötullega að því að snyrta og fegra völlinn. Hlíðarvöllur fellur vel inn í náttúruna og er perla í útvistarsvæði Mosfellsbæjar, en í næsta nágrenni við völlinn eru m.a. reiðstígar, og skokk- og hjólreiðastígar. Frá vellinum er fagurt útsýni yfir Esjuna, Úlfarsfellið, höfuðborgina og nágrannagolfvöllinn, Korpúlfsstaðarvöll. Við afhendingu viðurkenningarinnar af hálfu Mosfellsbæjar voru m.a. eftirfarandi orð látin falla: „Völlurinn er skemmtilega hannaður í góðri sátt við náttúruna og umhverfið í kring og lögð Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og Stefanía Kristín hófu leik í Anderson
Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari GA 2013 og golflið Pfeiffer og Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og The Royals golflið Queens University og Charlotte hófu í gær leik á Anderson Invitational golfmótinu, sem fram fer í Anderson, Suður-Karólínu. Mótið er tveggja daga, stendur 9.-10. september 2013. Þátttakendur eru 41 frá 8 háskólum. Íris Katla spilaði á 82 höggum og er í 14. sæti í einstaklingskeppninni og á 3. besta skori liðs síns og telur það því, en The Royals eru í 3. sæti í liðakeppninni eftir 1. dag. Stefanía Kristín lék á 83 höggum og er í 17. sæti í einstaklingskeppninni og líka á 3. besta skori liðs síns og telur það Lesa meira
Dýr á golfvöllum: Kylfingur kærir golfstað í Mexíkó vegna krókódílaárásar
Sveifluhugsanir, misst pútt og skopp á bolta eru pirrandi vandamál á golfvellinum en það er ekkert miðað við það sem íbúi frá Long Island (í New York) varð fyrir á golfvellinum. Hinn 50 ára Edward Lunger var að spila á golfvelli Iberostar Cancun golfklúbbsins (í Mexíkó) þegar högg sem misheppnaðist varð til þess að hann varð að klifra ofan í djúpa glompu. Í kringum glompuna var gult límband, en ekkert skilti þannig að Lunger hélt að þetta væri bara til að merkja hindrun og fór ofan í glompuna. Það næsta sem gerðist mun hræða hvern kylfing, sem reynir að slá nálægt vatnshindrun (erlendis) í framtíðinni. Lunger sagði að kvenkrókódíll hafi Lesa meira
Golfútbúnaður: Nýju TaylorMade SpeedBlade járnin
TaylorMade lætur ekki sitt eftir liggja þegar kemur að nýjungum í golfkylfusmíð. Þeir tilkynntu um komu nýrrar kynslóðar járna á markað, SpeedBlade járnin. Líkt og í RocketBladez járnunum, er lykilatriðið í járnunum svokallaður „hraðavasi“ í járnunum (sem á ensku nefnist Speed Pocket) en hann er á öllum járnum frá 3-7. „Vasinn“ á sóla járnanna gefur þeim færi á að flexa þ.e. gefa eftir við högg sem eykur boltahraðann. „Vasinn þ.e. The Speed Pocket virkar þar sem kylfingar þarfnast þess mest,“ sagði Brian Bazzel, forstjóri þróunar á járnum, fleygjárnum og pútterum hjá TaylorMade. Rannsóknir TaylorMade hafa sýnt að 70% högga sem kylfingar með forgjöf á bilinu 5-25 slá lenda á miðju Lesa meira
Styrktarmót Valdísar Þóru tókst vel!
Sunnudaginn 8. september 2013 fór fram styrktarmót fyrir Valdísi Þóru Jónsdóttur, klúbbmeistara GL 2013 og mörg undanfarin ár, en hún stefnir á að taka þátt í úrtökumóti LET (stytting á Ladies European Tour) í Marokkó seinna á þessu ári. Fyrir Q-school, þ.e. úrtökumótið, mun Valdís m.a. verða við æfingar og keppni í Bandaríkjunum. Þátttaka í úrtökumótum á helstu mótaraðir heims eins og LET er mjög kostnaðarsöm og því gleðiefni hversu margir tóku þátt í móti Valdísar Þóru til þess að styrkja hana, en 151 tók þátt í mótinu; 23 kven- og 128 karlkylfingar. Keppt var í tveimur forgjafarflokkum karla í punktakeppni í mótinu sem og í opnum kvennaflokki í punktakeppni. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sunna hóf leik í dag á MOmorial mótinu
Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Sunna Víðisdóttir, GR, hóf í dag keppni á MOmorial mótinu. Leikið er á golfvelli the Traditions Golf Club í Bryan, Texas. Þetta er þriggja daga mót, sem stendur 9.-11. september. Þátttakendur eru 70 frá 12 háskólum. Sunna lék fyrsta hring mótsins á 3 yfir pari, 75 höggum og er sem stendur í 19. sæti. Hún er á besta skorinu í liði sínu, golfliði Elon háskóla, sem er í 10. sæti í liðakeppninni. Fylgjast má með gengi Sunnu (á skortöflu) með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín í 6. sæti eftir 1. hring Sam Hall mótsins!!!
Haraldur Franklín Magnús, GR, tekur þátt í sama móti og Axel Bóasson, GK; Sam Hall Intercollegiate mótinu. Mótið fer fram í Hattiesburg Country Club, í Hattiesburg, Mississippi. Þátttakendur eru 87 frá 15 háskólum og margir spila í mótinu bara sem einstaklingar. Eftir 1. hring er Haraldur Franklín í 6. sæti!!! Hann lék á glæsiegum 3 undir pari, 68 höggum, fékk hvorki fleiri né færri en 6 fugla og 3 skolla!!! Louisiana Lafayette er sem stendur í 2. sæti í liðakeppninni og Haraldur Franklín er á besta skori liðs síns! Glæsilegur árangur þetta hjá Haraldi Franklín og golfliði Louisiana Lafayette!! Axel Bóasson er sem stendur í 21. sæti á sléttu pari, Lesa meira
Anna Sólveig og Aron Snær taka þátt í Duke of York mótinu
The Duke of York Young Champions Trophy fer fram dagana 10.–12. september, leikið er að þessu sinni á hinum glæsilega golfvelli Royal St. George´s Golf Club sem staðsettur er í Sandwich, Kent, Englandi. Tveir keppendur frá Íslandi fengu boð um þátttöku á mótinu en það eru þau Anna Sólveig Snorradóttir úr Golfklúbbnum Keili og Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Gestgjafi mótsins er Hertoginn af York. Það eru 56 keppendur frá 32 löndum taka þátt í ár og er óhætt að segja að þetta mót sé í hópi sterkustu sem í boði eru fyrir kylfinga 18 ára og yngri. Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sigraði þetta Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Signý Arnórsdóttir – 9. september 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Signý Arnórsdóttir. Signý er fædd 9. september 1990 og því 23 ára í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og stigameistari GSÍ 2011, 2012,2013 þ.e. þriðja árið í röð. Hún tekur við stigameistarabikarnum í lokahófi GSÍ. Signý er Íslandsmeistari í holukeppni 2012. Sjá má viðtal Golf 1 við stigameistara GSÍ 2011, 2012 og 2013 Signýju Arnórsdóttur með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Signý Arnórsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið og frábæran árangur í ár!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hugh Grant, 9. september 1960 (53 ára); ….. og ….. Lesa meira
Stigameistarar unglinga 2013
Eftir 7. og síðasta mótið á Íslandsbankamótaröðinni í gær er ljóst hverjir eru stigameistarar unglinga hver í sínum aldursflokk. Í piltaflokki 17-18 ára er stigameistari 2013: Aron Snær Júlíusson, GKG. Í stúlknaflokki 17-18 ára er stigameistari 2013: Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG. Í drengjaflokki 15-16 ára er stigameistari 2013: Gísli Sveinbergsson, GK. Í telpnaflokki 15-16 ára er stigameistari 2013: Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Í strákaflokki 14 ára og yngri er stigameistari 2013: Ingvar Andri Magnússon, GR. Í stelpuflokki 14 ára og yngri er stigameistari 2013: Ólöf María Einarsdóttir, GHD. Heildarstigalistann á Íslandsbankamótaröðinni má sjá á GOLF.IS en eftirfarandi eru 10 efstu í hverjum flokki: Piltaflokkur 17-18 ára 1. Aron Snær Júlíusson, GKG 8570.00 stig Lesa meira








