Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2013 | 20:00

Anna Sólveig og Aron Snær taka þátt í Duke of York mótinu

The Duke of York Young Champions Trophy fer fram dagana 10.–12. september, leikið er að þessu sinni á hinum glæsilega golfvelli Royal St. George´s Golf Club sem staðsettur er í Sandwich, Kent, Englandi.

Tveir keppendur frá Íslandi fengu boð um þátttöku á mótinu en það eru þau Anna Sólveig Snorradóttir úr Golfklúbbnum Keili og Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.

Gestgjafi mótsins er Hertoginn af York.

Það eru 56 keppendur frá 32 löndum taka þátt í ár og er óhætt að segja að þetta mót sé í hópi sterkustu sem í boði eru fyrir kylfinga 18 ára og yngri.

Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sigraði þetta mót í fyrra þegar það var haldið á Royal Troon.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði mótið þegar það var síðast á Royal St. George´s Golf Club  árið 2010.

Íslendingar eiga því góða minningar frá þessu móti!

Heimild: golf.is