Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2013 | 09:25

Golfútbúnaður: Nýju TaylorMade SpeedBlade járnin

TaylorMade lætur ekki sitt eftir liggja þegar kemur að nýjungum í golfkylfusmíð.

Þeir tilkynntu um komu nýrrar kynslóðar járna á markað, SpeedBlade járnin.

Líkt og í RocketBladez járnunum, er lykilatriðið í járnunum  svokallaður „hraðavasi“ í járnunum (sem á ensku nefnist Speed Pocket) en hann er á öllum járnum frá 3-7. „Vasinn“ á sóla járnanna gefur þeim færi á að flexa þ.e. gefa eftir við högg sem eykur boltahraðann.

Nýju TaylorMade SpeedBlade járnin

Nýju TaylorMade SpeedBlade járnin

„Vasinn þ.e. The Speed Pocket virkar þar sem kylfingar þarfnast þess mest,“ sagði Brian Bazzel, forstjóri þróunar á járnum, fleygjárnum og pútterum hjá TaylorMade.  Rannsóknir TaylorMade hafa sýnt að 70% högga sem kylfingar með forgjöf á bilinu 5-25 slá lenda á miðju kylfuandlitsins. Þessi tegund af höggum veldur oftar en ekki lægri högum og óstöðugri. SpeedBlade járnin eru hönnuð til þess að bæta þessi högg.

Nýjasti Speed Pocket vasinn hefir verið lengdur og víkkaður. Þar að auki er hann með innra holrúm. Þetta holrúm eykur jafnvel enn meira eftirgefanleika kylfunnar við högg. Þegar allt kemur saman segjast þeir hjá TaylorMade vera með kylfuandlit sem gefur af sér enn meiri boltahraða, en þeir hafa nokkru sinni hannað.

Hærra boltaflug og meiri boltahraði er það sem lögun SpeedBlade kylfanna gefur af sér.

Löngu járnin eru með stærri kylfuhaus sem gefur meir sjálfsöryggi þegar slegið er sem og nýjan Speed Pocket vasa.  Þar að auki er fjöl-efna hönnunin(ens.  multi-material badge design) og the polymer efnið inni í  Speed Pocket vasanum hannað til þess að draga úr titringi og bjóða kylfingum upp á bætt hljóð og tilfinningu.

TaylorMade SpeedBlade járn

Nýju TaylorMade SpeedBlade járnin

Hvað stuttu járnin varðar þá eru þau ekki með  Speed Pocket „vasann“, en þeir eru með mjórri kylfuhaus og sóla til þess að kylfingar geti unnið og fengið hærra  boltaflug.

Nú kunna sumir að spyrja: „Með allri þessari nýju fjarlægðartækni, eru þessi járn ekki að búa til meiri göt í settinu mínu en áður (þ.e. vantar ekki kylfur á milli)?“ Svar TaylorMade við því er „Nei!“

Þeir segjast hafa hannað SpeedBlade járnin til að loka eyðum í settinu þínu. Löngu járnin hafa verið hönnuð til þess að boltinn fljúgi  hærra og lengra en einnig til þess að brúa bilið milli lengstu járnanna og stystu brautartrjánna (hvað fjarlægð snertir),  en þeir hafa einnig hannað þrjú fleygjárn sem gegna sama hlutverki þ.e. loka á fjarlægðarmun þegar kemur að stutta spilinu.

SpeedBlade Attack, sand – og LOB fleygjárn hafa verið hönnuð með hefðbundinni Tour lögun og hönnun blaða þeirra á ekki aðeins að falla að smekk leikmanns heldur einnig að loka eyðum í poka fjarlægðarlega séð. Sand og lob wedge-ar eru  með TaylorMade  ATV (stytting á All Terrain Versatility) – ( lausleg þýðing fjölhæfni fyrir öll landsvæði) og eru hönnuð til að gefa af sér  betri tilfinningu, spinn og stjórn í ýmsum legum í kringum flötina.

Hvert fleygjárn er með  þyngra stálskaft en standard SpeedBlade járn, til að bæta enn meir frammistöðuna í stutta spilinu og samkvæmnina (ens. consistency).

TaylorMade SpeedBlade sköft

TaylorMade SpeedBlade sköft

En er engin  krafa gerð til fjarlægðar með þessum járnum?

Þó TaylorMade sé ekki að ábyrgjast fjarlægðir þá segja þeir að ná megi um 10 yarda lengri höggum með nýja SpeedBlade 6-járninu  og 4% meiri hæð en með  2009 TaylorMade Tour Burner járni.

En til hvers að gera samburð við 2009 járn? Nú í rannsóknum frá árinu 2011 kom í ljós að hver kylfingur skipti um kylfur að meðaltali 4,9. hvert ár.

„Fyrir fimm árum síðan settum við okkur það markmið að  búa til bestu járn sem við gátum,“ sagði Bazzel. „Við höfum tekið allt sem við höfum lært síðan þá og búið til fullkomustu járn okkar hingað til í SpeedBlade.“