Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2013 | 09:45

Dýr á golfvöllum: Kylfingur kærir golfstað í Mexíkó vegna krókódílaárásar

Sveifluhugsanir, misst pútt og skopp á bolta eru pirrandi vandamál á golfvellinum en það er ekkert miðað við það sem íbúi frá Long Island (í New York) varð fyrir á golfvellinum.

Hinn 50 ára Edward Lunger var að spila á golfvelli Iberostar Cancun golfklúbbsins (í Mexíkó) þegar högg sem misheppnaðist varð til þess að hann varð að klifra ofan í djúpa glompu.

Í kringum glompuna var gult límband, en ekkert skilti þannig að Lunger hélt að þetta væri bara til að merkja hindrun og fór ofan í glompuna.

Það næsta sem gerðist mun hræða hvern kylfing, sem reynir að slá nálægt vatnshindrun (erlendis) í framtíðinni.

Lunger sagði að kvenkrókódíll hafi stokkið út úr vatninu fyrir aftan glompuna og bitið hann í vinstri handlegg og reynt að draga hann í vatnið meðan Lunger reyndi að losa sig.

Spilafélagi Lunger og vinur, Mark Martin stökk til og tók upp 40 punda stein sem þarna lá og slengdi af öllu afli í höfuð krókódílsins, sem losaði takið á Lunger, en ekki fyrr en dýrið var búið var að vinna Lunger mein eða eins og sagði í frétt í New York Post….

Ég hélt að öll höndin hefði verið bitin af,“ rifjaði Lunger upp. „Ég fann ekki fyrir höndinni. Það var sem allur líkami minn stæði í ljósum logum.“ 

Sjúkraliðar fóru með Lunger á einkaspítala, þar sem hann varð að greiða fyrirfram $ 17.800,- áður en honum var sinnt. Ráshópurinn, Lunger, Martin og tveir aðrir vinir, skiptu kostnaðinum og færðu hann á greiðslukortin sín.“

Lunger missti mið- og hluta baugfingurs og vegna þess að golfstaðurinn setti ekki upp varúðarskilti, þar sem varað var við krókódílum í nágrenninu höfðaði Lunger mál og krafðist  $2.25 milljóna í skaðabætur úr hendi golfstaðarins.

En vitið þið hvað er skrítnast við söguna?  Golfstaðurinn var búinn að reyna að fá Lunger til þess að rita undir pappíra, til að fyrra Iberostar golfstaðinn lögsóknum og þegar hann neitaði, var komið á kreik sögusögnum um að mennirnir tveir hefðu ögrað krókódílnum með kjúklingi. Kjúklingi!!!

Lunger segir að ekkert sé fjær sannleikanum og hann ætlar sér að ná eins miklu út úr skaðabótamálinu og hann getur vegna  áfallsins (að missa fingurna) og sjokkerandi upplifunar.

Heimild: Greinin hér að ofan er lausleg þýðing á grein Shane Bacon fyrir Yahoo Sports