Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA. Mynd: Í einkaeigu.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2013 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og Stefanía Kristín hófu leik í Anderson

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari GA 2013 og golflið Pfeiffer og Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og The Royals golflið Queens University og Charlotte hófu í gær leik á Anderson Invitational golfmótinu, sem fram fer í Anderson, Suður-Karólínu.

Mótið er tveggja daga, stendur 9.-10. september 2013.  Þátttakendur eru 41 frá 8 háskólum.

Íris Katla spilaði á 82 höggum og er í 14. sæti í einstaklingskeppninni og á 3. besta skori liðs síns og telur það því, en The Royals eru í 3. sæti í liðakeppninni eftir 1. dag.

Stefanía Kristín lék á 83 höggum og er í 17. sæti í einstaklingskeppninni og líka á 3. besta skori liðs síns og telur það því, en The Falcons eru í 6. sæti í liðakeppninni eftir 1. dag.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Anderson Invitational SMELLIÐ HÉR: