Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Billy Horschel – 7. desember 2021

Það er Billy Horschel, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann fæddist 7. desember 1986 og á því 35 ára afmæli í dag. Billy er kvæntur Brittany, sem hefir átt við áfengisvanda að stríða, sem sett hefir sitt mark á golfferil Billy. Þau eiga saman 3 börn: Axel Brooks Horschel, Skylar Lillian Horschel og Colbie Rae Horschel Fjölskyldan býr í Grant-Valkaria, Flórida, í Bandaríkjunum.

Horschel hefir sigrað 6 sinnum á PGA Tour og tvívegis á Evróputúrnum, þ.á.m.hefir Horschel sigrað á Fedex Cup (2014). Besti árangur hans í risamóti er T-4 árangur á Opna bandaríska 2013.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Daniel David Sikes, Jr., f. 7. desember 1929 – d. 20. desember 1987; Michael Rexford Nicolette, 7. desember 1956 (65 ára); Jóhanna Vilhjálmsdóttir, 7. desember 1970 (51 árs); Sigursveinn Þórðarson , 7. desember 1972 (49 ára); Luke Donald, 7. desember 1977 (44 ára);  Sarah Kemp, 7. desember 1985 (36 ára); Billy Horschel, 7. desember 1986 (34 árs) ….. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is