Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2021 | 14:00

GA: Ólafur Gylfason nýr golfkennari hjá GA

Golfklúbbur Akureyrar hefur gengið frá ráðningu á nýjum golfkennara við Ólaf Auðunn Gylfason

Ólafur, eða Óli Gylfa, hefur lengi verið meðlimur í GA og keppt fyrir hönd GA í sveitakeppni og var til að mynda í Íslandsmeistarasveit GA 50 ára og eldri árið 2020. Þá var Ólafur Akureyrarmeistari í golfi árið 2011, en á þeim tíma var hann einmitt golfkennari hjá GA.

Ólafur fór í golfkennaranámið árið 2007 og kenndi á Grenivík og Sauðárkróki áður en hann tók við  hjá GA árið 2010 og kenndi hjá GA í þrjú ár.

GA bindur miklar vonir við ráðningu Ólafs og hlakkar mikið til samstarfsins, en Ólafur mun hefja störf hjá GA  þann 1. júní á næsta ári. Ólafur verður Heiðari til halds og trausts í barna- og unglingastarfi GA. Víðir Steinar Tómasson kylfingur hjá GA hefur tekið að sér þjálfun á yngsta hóp GA í vetur og vonir standa til að það samstarf verði enn meira.

Stefanía Kristín hefur sagt starfi sínu lausu hjá GA en hún hefur ákveðið að flytja suður og mun hefja störf hjá GKG á næsta ári. Stefanía hefur kennt hjá GA undanfarin ár og staðið sig með eindæmum vel og er ljóst að mikill söknuður verður af henni.

Heimild og mynd í aðalmyndaglugga: gagolf.is