Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2013 | 08:00

Daly spilar á Alfred Dunhill

John Daly  mun spila á móti Evrópumótaraðarinnar í þessari viku Alfred Dunhill Championship, en hann snýr nú aftur til leiks eftir uppskurð á olnboga.

Tvöfaldi risamótsmeistarinn (Daly) er meðal keppenda í Leopard Creek golfklúbbnum nálægt Kruger þjóðgarðinum í norðurhluta Suður-Afríku og er þetta aðeins 2. mótið sem hann tekur þátt í frá uppskurði sem hann gekkst undir í júlí til að laga sin í hægri olnboga.

Daly byrjaði ágætlega í BMW Masters í síðasta mánuði en dalaði síðan um helgina og lauk keppni á samtals 5 yfir pari og deildi 48. sætinu.

„Ég er virkilega frískur núna og vil spila,“ sagði Daly s.l. mánudag. „Ég vil ekki eyða árslokunum.  Ég myndi gjarnan vilja ná einhverjum árangri í ár svo ég geti spilað á næsta ári.“

Daly spilar nú í Suður-Afríku í fyrsta sinn frá því snemma 1990 þegar hann vann nokkur mót.

Það er næstum áratugur síðan Daly, sem sigraði á PGA Championship 1991 og á Opna breska 1995 vann á PGA eða Evrópumótaröðinni en 68 högga 1. hringur hans á BMW Masters í Kína í síðasta mánuði, lofar góðu.

Daly er í ráshóp með Charl Schwartzel og Brendon de Jonge í þessari viku og það gæti bara vel verið að Leopard Creek golfvöllurinn henti honum.

„Þetta er völlur sláttumannanna í golfinu,“ sagði Daly eftir að hann hafði litið völlinn augum í fyrsta sinn. „Maður verður að hitta á braut. Flatirnar eru snúnar. Þetta er þessháttar völlur að manni þykir næstum því betra að eiga eftir 7 metra pútt en 3 metra.“

Alfred Dunhill er 2. af 3 mótum í Suður-Afríku sem markar upphaf á nýju keppnistímabili Evrópumótaraðarinnar og Race to Dubai 2014.

Daninn Morten Örum Madsen sigraði á hinu virta South African Open s.l. sunnudag meðan Henrik Stenson, Justin Rose, Luke Donald, Sergio Garcia, Schwartzel og De Jonge hafa tilkynnt þátttöku sína í 30 manna mótinu Nedbank Golf Challenge í Sun City . 5-8. desember n.k.