Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2013 | 11:00

Paulina Gretzky veitir verðlaun á AMA

Paulina Gretzky, kærasta Dustin Johnson,  sló í gegn á AMA (American Music Award)  þ.e. bandarísku tónlistarverðlaunahátíðinni, sem fram fór s.l. sunnudagskvöld.

Skv. viðtali við tímaritið Maxim´s þá er Paulina búin að setja eigin frama í tónlistinni á bið.

Söngkonan Miley Cyrus tróð upp og söng og vakti mikla lukku m.a. vegna þess að í tónlistarmyndbandinu þar sem hún syngur er ekki hún heldur syngjandi kisa.  Þetta sló í gegn m.a. hjá besta leikmanni í bandaríska ruðningsboltanum, James LeBron sem tvítaði:

„Miley Cyrus er með frábæra rödd. Hún getur sungið. Skrúfaðu bara fyrir stælana svolítið og þú vinnur!!!“

En víkjum sögunni aftur að Gretzky. Hún og söngkonan Ciara veittu stórkylfingnum Justin Timberlake verðlaunin „Soul/R&B karlsöngvari ársins.“

Gretzky tvítaði mynd af sér og Timberlake þar sem hún óskar honum til hamingju. Sjá má tvítið með því að SMELLA HÉR: 

Loks má sjá myndina af Gretzky og Ciara í fullri lengd hér fyrir neðan:

Gretzky og Ciara

Gretzky og Ciara