Moe Norman – Einn besti kylfingur heims í nákvæmum höggum – (7/8)
Kanadíski kylfingurinn Murray Irwin Norman alltaf kallaður Moe var e.t.v. einn besti kylfingur heims á sínum tíma í að slá bein högg, Vegna þess hversu bein högg Moe voru var hann uppnefndur „Pipeline Moe.” Moe gerðist atvinnumaður í golfi 1957 og sigraði m.a. í 55 mótum um ævina, átti 3 hringi upp á 59 högg og nokkra upp á 60, hann á m.a. 34 vallarmet sem mörg hver eru enn í gildi og fór 17 sinnum holu í höggi. Þegar Mo var 5 ára lenti hann í slysi og var talið að hann hefði hlotið heilaskaða. A.m.k. varð Moe aldrei eins og fólk er flest, var einfari, sérvitur, þótti skrítinn Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Wade Ormsby (19/27)
Í dag verður fram haldið að kynna þá 4 stráka, sem deildu 8.-11. sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, 10.-15. nóvember 2013. Þetta voru þeir James Morrison, Stuart Manley, Wade Ormsby og Connor Arendell, en af þeim hafa James Morrisson og Stuart Manley þegar verið kynntir. Allir léku þeir á samtals 12 undir pari, 416 höggum og hlutu € 4.085 í verðlaunafé. Í dag verður Wade Ormsby kynntur en hann varð í 9. sæti í Q-school, lék á (69 67 70 69 70 71). Wade Ormsby er fæddur 31. mars 1980 í Adelaide í Ástralíu og er því 33 ára. Wade býr í Adelaide og golfklúbburinn Lesa meira
Charley Hull vildi verða njósnari (1/5)
„Já, ég vildi verða njósnari“ segir Charley Hull grafalvarlegri röddu, aðspurð hvað hún vildi verða hefði hún ekki gerst atvinnumaður í golfi. Þessi 17 ára Solheim Cup stjarna, sem nýlega var valin nýliði ársins á LET sagði nú nýlega í viðtali að ef henni hefði ekki verið kennt heima „myndi ég líklega enn vera í skóla. Vinir mínir eru flestir snyrtifræðingar og hárgreiðslukonur og fleira í þeim dúr. Stráka vinir mínir eru flestir byggingarmenn. Þannig að ég myndi líklegast hafa orðið snyrtifræðingur …… jafnvel þó ég hefði kosið að verða njósnari.“ Nú á árinu varð Hull fimm sinnum í 2. sæti í fyrstu 6 mótunum sem hún lék í á LET. Lesa meira
Stricker heldur sig við takmarkaða mótaskrá
Steve Stricker fækkaði á þessu ári þeim mótum sem hann spilaði í á PGA Tour og það reyndist svo vel að hann ætlar að halda sig við takmarkaða mótaskrá sína á árinu 2014, líka. Hinn 46 ára Stricker viðurkenndi að hann hafi verið að hugsa um að halda sér frá keppni mestallt árið þar sem hann taldi að Tournament of Champions mótið í Maui á Hawaii myndi verða það síðasta sem hann spilaði í. „Hvað ef ég færi til Kapalua til að verja titil minn og spilaði ekkert afganginn af árinu?“ hugsaði Stricker. En hann ákvað loks að pakka kylfunum ekki niður og spilaði í 13 mótum á árinu 2013, þar Lesa meira
NÝTT!!! Nýju stúlkurnar á LET 2014
Þó Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, GL, hafi ekki komist í gegnum Lalla Aicha Tour School LET að þessu sinni var það 31 kylfingur, sem „útskrifaðist“ úr skólanum þ.e. var á lægsta skorinu eftir 5 hringi á golfvöllum Al Maaden og Samanah Country Club í Marokkó, en lokaúrtökumótinu lauk í gær, 18. desember 2013. Golf 1 verður nú, sem fyrri ár, með kynningu á þessum glæsilegu kylfingum, sem nú eru búnar að tryggja sér kortin sín á Evrópumótaröð kvenna næsta árið, þ.e. keppnistímabilið 2014. Fyrst ber að geta það að það var „norska frænka okkar“ Caroline Martens, sem sigraði í Q-school að þessu sinni eftir glæsilokahring upp á 8 undir pari, 64 högg og Lesa meira
Wie kýldi Gary Player í magann!
Í janúar hefti Golf Digest 2014 skrifar Michelle Wie skemmtilega grein þar sem hún lýsir m.a. tilvikinu þegar Gary Player bað hana um að kýla hann í magann! Sjá grein Michelle Wie með því að SMELLA HÉR: Grípum niður í grein hennar: „Ég hitti Gary Player í móti. Út í bláinn segir hann: „Michelle, kýldu mig í magann.“ Ég vildi ekkert slá hann, þannig að ég svona meira potaði í magann á honum. Hann segir:„NEI! Ég vil að þú virkilega sláir mig! Hann breikkar stöðuna og spennir magann. Nú slæ ég hann eins fast og ég get. Ég er enginn slagsmálahundur, en ég kýldi hann eins fast og ég gat. Ég Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Shin Ae Ahn ——– 18. desember 2013
Afmæliskyfingur dagsins er Shin Ae Ahn frá Suður-Kóreu. Shin fæddist 18. desember 1990 og er því 23 ára í dag. Hún vakti verðskuldaða athygli á Evían Masters mótinu, í Évian-Les-Bains, í Frakklandi, 2011. Þessi geðþekka, unga stúlka frá Suður-Kóreu deildi efsta sætinu þar með sér reyndari og þekktari kvenkylfingum, flesta dagana, sem mótið fór fram (m.a. Karen Stupples og Mariu Hjorth) og gekk mun betur en heimsþekktum kvenkylfingum, (s.s. Paulu Creamer, Cristie Kerr og Yani Tseng.) Shin Ae Ahn spilaði fyrsta tímabilið sitt á KLPGA árið 2009 og átti mjög gott ár sem nýliði. Hún var 4 sinnum meðal 10 efstu og var í 21. sæti á peningalistanum í Suður-Kóreu. Það var nógu Lesa meira
Moe Norman – Hverjir voru uppáhaldskylfingar besta kylfings heims í að slá bein högg þ.e. „Pipeline Moe – (6/8)
Kanadíski kylfingurinn Murray Irwin Norman alltaf kallaður Moe var e.t.v. einn besti kylfingur heims á sínum tíma í að slá bein högg, Vegna þess hversu bein högg Moe voru var hann uppnefndur „Pipeline Moe.” Moe gerðist atvinnumaður í golfi 1957 og sigraði m.a. í 55 mótum um ævina, átti 3 hringu upp á 59 högg og nokkra upp á 60, hann á m.a. 34 vallarmet sem mörg hver eru enn í gildi og fór 17 sinnum holu í höggi. Þegar Mo var 5 ára lenti hann í slysi og var talið að hann hefði hlotið heilaskaða. A.m.k. varð Moe aldrei eins og fólk er flest, var einfari, sérvitur, þótti skrítinn Lesa meira
GA: Golfnámskeið í jólapakkann
Langar þig að byrja í golfi? Byrjenda námskeið Golfklúbbs Akureyrar. Golfklúbbur Akureyrar býður upp á byrjenda námskeið á nýju ári og er þar kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja byrja í golfi að mæta og læra réttu handtökin. Til þess að ná góðum og skilvirkum árangri er mikilvægt að fara vel af stað og læra réttu aðferðinar og rétta tækni til þess að vera vel undirbúinn þegar snjóa leysir í vor og sól hækkar á lofti. Í boði er átta vikna hópnámskeið fyrir byrjendur þar sem verður farið verður í grunnatriði golfsveiflunnar og hvað þarf til að ná árangri í golfi. Kennslan fer fram í Golfhöllinni og eru tímar einu Lesa meira
GL: Karl Ómar lætur af störfum
Karl Ómar Karlsson íþróttastjóri og golfkennari Leynis hefur óskað eftir því við stjórn Leynis að láta af störfum til að takast á við ný verkefni. Karl Ómar hefur starfað hjá Leyni allt frá árinu 2005 og haft umsjón með barna og unglingastarfi klúbbsins. Hann var ráðinn íþróttastjóri í apríl á þessu ári. Karl Ómar hefir á undanförnum árum byggt upp öflugt og metnaðarfullt starf síðustu árþ Karl Ómar er PGA menntaður þjálfari frá Svíþjóð en hann lauk HGTU golfkennaranámi í Svíþjóð árið 2003 og hefur sótt ýmis námskeið á vegum norska- og sænska golfsambandsins, ásamt því að koma að kennslu, þjálfun og liðstjórn fyrir Golfsamband Íslands. Karl Ómar er menntaður Lesa meira









