
Stricker heldur sig við takmarkaða mótaskrá
Steve Stricker fækkaði á þessu ári þeim mótum sem hann spilaði í á PGA Tour og það reyndist svo vel að hann ætlar að halda sig við takmarkaða mótaskrá sína á árinu 2014, líka.
Hinn 46 ára Stricker viðurkenndi að hann hafi verið að hugsa um að halda sér frá keppni mestallt árið þar sem hann taldi að Tournament of Champions mótið í Maui á Hawaii myndi verða það síðasta sem hann spilaði í.
„Hvað ef ég færi til Kapalua til að verja titil minn og spilaði ekkert afganginn af árinu?“ hugsaði Stricker.
En hann ákvað loks að pakka kylfunum ekki niður og spilaði í 13 mótum á árinu 2013, þar sem það síðasta sem hann spilaði í var Franklin Templeton Shootout, sem lauk nú nýverið.
„Þetta (að spila í færri mótum) reyndist vel á síðasta ári,“ sagði Stricker í viðtali við pgatour.com. „Ég vildi bara vera ferskur og vel undirbúinn í hverju móti sem ég spilaði í, og það var ég.“
Stricker var í ár í sigurliði Forsetabikarsins, en einsamall var besti árangur hans á árinu að hann landaði 3. sinnum í 2. sæti.
En dæmið gekk upp hjá honum og hann ætlar enn á ný bara að spila í nokkrum völdum mótum af hans hálfu og fyrsta mótið sem hann tekur þátt í 2014 er heimsmótið í holukeppni (ens. World Golf Championships-Accenture Match Play Championship) sem hefst seint í febrúar 2014.
„Mér fannst sem ég gæti með þessu móti enn spilað vel svona,“ sagði hann um fækkun móta á dagskrá sinni. „Það skiptir miklu að hafa hlutina í lagi í huganum og líða vel með ákvarðanir sínar,“ sagði Stricker loks.
- júlí. 4. 2022 | 20:00 Sigmar Arnar fór holu í höggi!
- júlí. 4. 2022 | 18:00 PGA: Poston sigraði á John Deere Classic
- júlí. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Garðarsson – 4. júlí 2022
- júlí. 4. 2022 | 14:00 Haraldur og Kristjana eignuðust stúlku!
- júlí. 3. 2022 | 18:00 Evróputúrinn: Adrian Meronk skrifaði sig í golfsögubækurnar – fyrsti pólski sigurvegarinn á Evróputúrnum!!!
- júlí. 3. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Baldvin Örn Berndsen – 3. júlí 2022
- júlí. 3. 2022 | 15:00 GB: Hansína og Bjarki klúbbmeistarar 2022
- júlí. 3. 2022 | 13:00 LET: Guðrún Brá komst ekki g. niðurskurð á Amundi German Masters – Maja Stark sigraði
- júlí. 3. 2022 | 12:00 GVS: Heiður Björk og Helgi Runólfs klúbbmeistarar 2022
- júlí. 3. 2022 | 10:00 GSS: Una Karen sigraði á Kvennamótinu!
- júlí. 3. 2022 | 07:00 NGL: Andri Þór lauk keppni á PGA Championship Landeryd Masters
- júlí. 3. 2022 | 00:34 LIV: Branden Grace sigraði á 2. móti arabísku ofurgolfmótaraðarinnar á Pumpkin Ridge!
- júlí. 2. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (27/2022)
- júlí. 2. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Þór Sigurjónsson – 2. júlí 2022
- júlí. 1. 2022 | 22:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst úr leik á Italian Challenge Open