Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2013 | 10:00

GL: Karl Ómar lætur af störfum

Karl Ómar Karlsson íþróttastjóri og golfkennari Leynis hefur óskað eftir því við stjórn Leynis að láta af störfum til að takast á við ný verkefni.

Karl Ómar hefur starfað hjá Leyni allt frá árinu 2005 og haft umsjón með barna og unglingastarfi klúbbsins. Hann var ráðinn íþróttastjóri í apríl á þessu ári.

Karl Ómar hefir á undanförnum árum byggt upp öflugt og metnaðarfullt starf síðustu árþ

Karl Ómar er PGA menntaður þjálfari frá Svíþjóð en hann lauk HGTU golfkennaranámi í Svíþjóð árið 2003 og hefur sótt ýmis námskeið á vegum norska- og sænska golfsambandsins, ásamt því að koma að kennslu, þjálfun og liðstjórn fyrir Golfsamband Íslands.

Karl Ómar er menntaður íþróttakennari (1993) og hefur starfað sem slíkur í 20 ár.