Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2013 | 11:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Wade Ormsby (19/27)

Í dag verður fram haldið að kynna þá 4  stráka, sem deildu  8.-11. sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, 10.-15. nóvember 2013.

Þetta voru þeir James Morrison, Stuart Manley, Wade Ormsby og Connor Arendell, en af þeim hafa James Morrisson og Stuart Manley þegar verið kynntir.

Allir léku þeir á samtals 12 undir pari, 416 höggum og hlutu € 4.085 í verðlaunafé.

Í dag verður Wade Ormsby kynntur en hann varð í 9. sæti í Q-school, lék á (69 67 70 69 70 71).

Wade Ormsby er fæddur 31. mars 1980 í Adelaide í Ástralíu og er því 33 ára. Wade býr í Adelaide og golfklúbburinn sem hann er félagi í er Royal Adelaide GC. Hann á soninn Oskar (f. 2010).

Wade Ormsby byrjaði að spila golf 3 ára og hápunktur áhugamannaferils Wade war að komast í undanúrslit Australian Amateur Championships árið 1996.

Meðal áhugamála Wade er mótorsport.

Hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 2001 og reyndi fyrst fyrir sér í Q-school Evrópumótaraðarinnar 2003 og hefir þurft að snúa þangað aftur á hverju ári frá 2006.

Eftir 1. keppnistímabil sitt var hann í hættu að missa kortið sitt en T-6 árangur í Open de Madrid, síðasta móti ársins 2004 tryggði honum kortið 2005. Hann átti aðeins stöðugra keppnistímabil 2005, var m.a. tvívegis meðal efstu 10 í mótum sem hann keppti í og lauk árinu í 71. sæti á Order of Merit. Stöðugleikinn var fyrir bí 2006 og allt síðan þá hefir hann þurft að fara í Q-school Evrópumótaraðarinnar til að endurnýja kortið sitt.
Hann var í næstsíðasta hóp manna til að hljóta kortið sitt 2011, var í 22.-25. sæti í PGA Catalunya golfvellinum í Girona, var á samtals 418 höggum eftir 6 hringi.

Wade Ormsby er því ekki „nýr strákur“ á Evróputúrnum – þó hann sé nýr í þeim skilningi að hann endurnýjaði kortið sitt og er einn þeirra nýju sem eru með fullan keppnisrétt 2014.