Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2014 | 22:25

Heimsmótið í holukeppni 2014: Úrslit eftir 1. umferð

Sögurnar af vellinum eru margar þegar bestu kylfingar heims reyna með sér í holukeppni, þar sem heppnin ræður oft meira um úrslit en nokkuð annað.  Sergio Garcia rétt marði Marc Leishman á 22. holu, líkt og í fyrra þegar hann vann Thongchai Jaidee á 20. holu með minnsta mun, en Garcia gerir sér hlutina alltaf ótrúlega erfiða, en kemst síðan áfram.

Eitt það ótrúlegasta var að Ian Poulter datt úr keppninni þegar í 1. umferð í dag þegar hann tapaði fyrir Ricky Fowler – alveg eins og árið 2012 þegar hann tapaði í 1. umferð fyrir nýliðanum Sang-Moon Bae.

Steve Stricker er líka úr leik tapaði fyrir George Coetzee frá Suður-Afríku og getur þá væntanlega aftur farið að sinna bróður sínum, sem nýlega gekk undir lifrarskiptaaðgerð.

Rory McIlroy vann sinn leik gegn Boo Weekley og annað merkilegt er kannski að Luke Donald er úr leik, en hann tapaði í 1. umferð gegn Ítalanum unga Matteo Manassero.

Hér eru úrsltin í heild eftir 1. umferð á heimsmótinu í holukeppni: (Sigurvegarar feitletraðir)

Bobby Jones riðill:

George Coetzee – Steve Stricker 3&1

Patrick Reed – Graham DeLaet 1& 0

Billy Horschel – Jamie Donaldson 6&5

Jason Day – Thorbjörn Olesen 2&0

Henrik Stenson – Kiradech Amphibarnrat 2&1

Louis Oosthuizen – Nick Watney 1&0

Brandt Snedeker – David Lynn 1&0 á 20. holu

Webb Simpson – Thongchai Jaidee  3&2

 

Gary Player riðill:

Matteo Manassero – Luke Donald 5&4

Matt Kuchar – Bernd Wiesberger 3&2

Jordan Spieth – Pablo Larrazabal 2&0

Thomas Björn – Francesco Molinari 2&1

Justin Rose – Scott Piercy 1&0

Ernie Els – Stephen Gallacher 1&0 á 19. holu

Jason Dufner – Scott Stallings 1&0 á 19. holu

Ryan Moore – Joost Luiten 1&0

 

Ben Hogan riðill:

Rory McIlroy – Boo Weekley  3&2

Harris English – Lee Westwood  5&3

Charl Schwartzel – Kevin Stadler 3&2

Jim Furyk – C Kirk 2&1

Sergio Garcia – Marc Leishman 1&0 á 22. holu

Bill Haas – Miguel Angel Jimenez 4&3

Rickie Fowler – Ian Poulter 2&1

Jimmy Walker – Branden Grace 5&4

 

Sam Snead riðill:

Richard Sterne– Zach Johnson 5&4

Hunter Mahan – Gonzalo Fdez-Castaño 3&2

Graeme McDowell– Gary Woodsland 1&0 á 19. holu

Hideki Matsuyama – Martin Kaymer 2&1

Peter Hanson – Dustin Johnson 4&3

Victor Dubuisson – Kevin Streelman 5&4

Bubba Watson – Mikko Illonen 2&1

Jonas Blixt– Keegan Bradley 2&1

Til þess að sjá úrslitin myndrænt SMELLIÐ HÉR: