Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2014 | 10:00

Heimsmótið í holukeppni 2014: Áhorfandi datt á kaktus til að forðast högg frá Rory – Myndskeið

Rory McIlroy sló högg úr erfiðri legu í gær, þegar bolti hans lenti utan brautar.

Eitthvað misheppnaðist höggið en boltinn flaug í átt að áhorfanda, sem datt á kaktus (ens. jumping cholla) þegar hann var að reyna að forðast að fá boltann frá Rory í sig.

Sjá má myndskeið af því þegar Rory slær höggið og manninn allan í kaktusnálum þar stuttu á eftir og alla viðstadda að reyna að draga kaktusnálar úr honum með því sem næst er höndinni – en ótrúlegt var hversu margir voru komnir með allskyns klípur og hnífa að reyna að losa manninn við kaktusnálarnar!

Hér má sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR: