Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2014 | 14:00

Frægir golffrasar

Þessar flatir eru svo hraðar að ég verð að halda pútternum mínum yfir boltanum og slá með skugganum.

~ Sam Snead

Það er hægt að tala við feid en húkk hlustar ekki.
~ Lee Trevino

Ég var með 3 yfir. Einn yfir húsið, einn yfir veröndina og einn yfir sundlaugina.
~ George Brett

Reyndar var eina skiptið sem ég tók út 1-járnið til þess að drepa tarantúlu. Og það tók 7-una til að framkvæma verkið.
~ Jim Murray

Eina örugga reglan í golfi er – Sá sem er með hraðasta golfbílinn þarf ekki að leika úr slæmri legu!
~ Mickey Mantle

Kynlíf og golf er það eina sem hægt er að njóta þó maður sé ekki góður í hvorugu.

– Kevin Kostner

Ég hræðist ekki dauðann, en mér líka ekki þessi 1 meters pútt fyrir pari.
~ Chi Chi Rodriguez

Eftir öll þessi ár fer ég enn hjá mér að spila á bandarískri mótaröð.  T.d. þegar ég bað kaddýinn minn um sand wedge og hann kom tilbaka með rúgbrauðssneið með skinku (þ.e. sandwich) 🙂
~ Chi Chi Rodriguez

Veiðistöngin er ekki nógu löng til þess að ná pútternum mínum niður úr trénu.
~ Brian Weis

Sveiflið fast ef þið skilduð hitta hann (boltann).
~ Dan Marino

Uppáhaldshöggin mín eru æfingasveiflan og púttin sem eru gefin. Afganginn af leiknum getur maður aldrei lært.
~ Lord Robertson

Látið mig fá golfkylfur, ferskt loft og fallegan golffélaga og þið getið haldið kylfunum og loftinu.
~ Jack Benny

Það er ekkert líkt með golfi og púttum; þetta eru tveir ólíkir leikir; einn er spilaður í loftinu annar á jörðinni.
~ Ben Hogan

Atvinnumennskan í golfi er eina íþróttin þar sem, ef þú sigrar 20% þá ertu bestur.
~ Jack Nicklaus

Því ljótari sem fótleggir manns eru því betur spilar hann golf. Þetta er næstum því lögmál.
~ H G Wells

Ég biðst aldrei fyrir á golfvelli. Reyndar bænheyrir Guð mig allsstaðar nema á golfvellinum!
~ Billy Graham (frægur sjónvarpsprestur í Bandaríkjunum)

Ég maður horfir á leik er það gaman. Ef maður spilar, þá er það tómstund. Ef maður vinnur í leiknum er það golf.
~ Bob Hope

Meðan ég spilaði golf í dag sló ég tvo góða bolta. Ég steig á hrífu.
~ Henny Youngman

Ef þið haldið að það sé erfitt að kynnast mönnum á golfvelli – reynið að taka upp rangan bolta.
~ Jack Lemmon

Það er hægt að græða mikla peninga í þessum leik.  Spyrjið bara mínar fyrrverandi. Báðar eru svo ríkar að hvorugur eiginmanna þeirra þarf að vinna.
~ Lee Trevino

Ég er ekki að segja að golfleikur minn sé slæmur, en ef ég væri að rækta tómata – þá kæmu þeir allir upp slæsaðir!
~ Lee Trevino