Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2014 | 13:00

Evróputúrinn: 10 flottustu albatrossarnir – Myndskeið

Hvað er eiginlega albatross?

Skv. golf-alfræðiorðabók Dr. Ingimars merkir albatross „að leika holu á þremur höggum undir pari.“

Ennfremur segir: „Slíkt er aðeins mögulegt á brautum, sem eru par-4 eða par-5. Albatross er afar sjaldséður í golfi, rétt eins og samnefndur fugl. Árið 1975 lék Bandaríkjamaðurinn John Eakin 15. holuna á Mahaka Inn West vellinum, sem var 548 m löng, á tveimur höggum. Í Bandaríkjunum eru einnig notuð hugtökin double eagle og golden eagle yfir albatross.“

Golfing World hefir tekið saman myndskeið yfir 10 flottustu albatrossana á Evróputúrnum, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: