Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2014 | 07:45

LPGA: Webb efst e. 2. dag í Singapúr

Það er ástralska golfdrottningin Carrie Webb, sem heldur 1. sætinu 2. daginn í röð á Serapong golfvelli Sentosa golfklúbbsins í Singapúr, þar sem HSBC Women´s Champion mótið fer fram.

Webb er búin að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum (66 69).

Í 2. sæti er bandaríska stúlkan Angela Stanford 2 höggum á eftir Webb og í 3. sæti er Teresa Lu frá Taíwan, enn öðru höggi á eftir.

Fjórða sætinu á samtals 4 undir pari, hver, deila síðan 5 kylfingar: Caroline Hedwall, Paula Creamer, Danielle Kang, Morgan Pressel og sigurvegari síðustu helgi í Thaílandi: Anna Nordqvist.

Þess mætti geta að Paula Creamer er nýtrúlofuð og Morgan Pressel, giftist á síðasta ári, en það virðist hafa góð áhrif á þær, þar sem þær eru farnar að sjást mun oftar ofarlegar á skortöflunni en áður!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag HSBC  Women´s Champions mótsins SMELLIÐ HÉR: