Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2014 | 13:20

GSÍ: Mótaskráin 2014

Mótaskrá GSÍ 2014 er þessa dagana að taka á sig endanlega mynd eftir að nefnd sem golfþing lagði til að stofnuð yrði hefur skilað af sér sínum tillögum.  Gert er ráð fyrir að sjö mót verði á Eimskipsmótaröðinni sem hefst 24. maí á Hólmsvelli í Leiru.

Á Íslandsbankamótaröðinni verða sex mót, það fyrsta 24. maí á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni. Sú breyting verður á í flokki 17-18 ára að leiknar 54 holur í tveimur stigamótum sumarsins, vegna reglna um heimslista áhugamanna. Keppendur í þessum flokki munu því hefja leik degi fyrr en aðrir keppendur. Mótaskrá Áskorendamótaraðar Íslandsbanka er enn í vinnslu en þeirri vinnu ætti að ljúka á næstu dögum.

Eimskipsmótaröðin 2014

24.-25. maí                 Eimskipsmótaröðin (1) HÓLMSVELLI (GS). Leiknar 36 holur á laugardeginum og 18 á sunnudeginum. Há-marksfjöldi keppenda 84.

30. maí-1. júní                  Eimskipsmótaröðin (2) STRANDAVELLI (GHR). Leiknar 54 holur á 3 dögum. Hámarksfjöldi keppenda 144.

13. -15. júní                         Eimskipsmótaröðin (3) HAMARSVELLI (GB). Leiknar 54 holur á 3. dögum. Hámarksfjöldi keppenda 144.

27.-29. júní                        Eimskipsmótaröðin (4), Íslandsmót í holukeppni, HVALEYRARVELLI (GK). Samkvæmt reglugerð 32 í karla-flokki og 32 í kvennaflokki.

24.-27. júlí                          Eimskipsmótaröðin (5), Íslandsmót í höggleik, LEIRDALSVELLI (GKG). Hámarksfjöldi keppenda 150.

15.-17. ágúst                       Eimskipsmótaröðin (6) GARÐAVELLI (GL). Leiknar eru 54 holur á 3 dögum. Hámarksfjöldi keppenda 144.

 30.-31. ágúst         Eimskipsmótaröðin (7) JAÐARSVÖLLUR (GA). Leiknar eru 36 holur á laugardegi og 18 á sunnudeginum. Hámarksfjöldi 84.

13.-14. September            KPMG Bikarinn LEIRDALSVELLI

Íslandsbankamótaröðin 2014

24.-25. maí                          Íslandsbankamótaröðin (1) GARÐAVELLI (GL). Leiknar 36 holur.

7. júní-9. júní                    Íslandsbankamótaröðin (2) HLÍÐAVELLI (GKj). Flokkur 17-18 ára byrjar á föstudegi og leikur 54 holur samtals, aðrir flokkar leika 36 holur og hefja leik á laugardeginum.

20. -22. júní                         Íslandsbankamótaröðin (3), Íslandsmót í holukeppni, URRIÐAVELLI (GO). Samkvæmt reglugerð um mótið ákvarðar mótsstjórn fjölda keppenda.

18.-20. júlí                          Íslandsbankamótaröðin (4), Íslandsmót í höggleik STRANDARVELLI (GHR). Samkvæmt reglugerð um mótið ákvarðar mótsstjórn fjölda keppenda.

15.-17. ágúst                       Íslandsbankamótaröðin (5) JAÐARSVELLI (GA). Flokkur 17-18 ára byrjar á föstudegi og leikur 54 holur samtals, aðrir flokkar leika 36 holur og hefja leik á laugardeginum.

6.-7. september                 Íslandsbankamótaröðin (6) GRAFARHOLTSVELLI (GR). Leiknar eru 36 holur á 2 dögum.