
GSÍ: Mótaskráin 2014
Mótaskrá GSÍ 2014 er þessa dagana að taka á sig endanlega mynd eftir að nefnd sem golfþing lagði til að stofnuð yrði hefur skilað af sér sínum tillögum. Gert er ráð fyrir að sjö mót verði á Eimskipsmótaröðinni sem hefst 24. maí á Hólmsvelli í Leiru.
Á Íslandsbankamótaröðinni verða sex mót, það fyrsta 24. maí á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni. Sú breyting verður á í flokki 17-18 ára að leiknar 54 holur í tveimur stigamótum sumarsins, vegna reglna um heimslista áhugamanna. Keppendur í þessum flokki munu því hefja leik degi fyrr en aðrir keppendur. Mótaskrá Áskorendamótaraðar Íslandsbanka er enn í vinnslu en þeirri vinnu ætti að ljúka á næstu dögum.
Eimskipsmótaröðin 2014
24.-25. maí Eimskipsmótaröðin (1) HÓLMSVELLI (GS). Leiknar 36 holur á laugardeginum og 18 á sunnudeginum. Há-marksfjöldi keppenda 84.
30. maí-1. júní Eimskipsmótaröðin (2) STRANDAVELLI (GHR). Leiknar 54 holur á 3 dögum. Hámarksfjöldi keppenda 144.
13. -15. júní Eimskipsmótaröðin (3) HAMARSVELLI (GB). Leiknar 54 holur á 3. dögum. Hámarksfjöldi keppenda 144.
27.-29. júní Eimskipsmótaröðin (4), Íslandsmót í holukeppni, HVALEYRARVELLI (GK). Samkvæmt reglugerð 32 í karla-flokki og 32 í kvennaflokki.
24.-27. júlí Eimskipsmótaröðin (5), Íslandsmót í höggleik, LEIRDALSVELLI (GKG). Hámarksfjöldi keppenda 150.
15.-17. ágúst Eimskipsmótaröðin (6) GARÐAVELLI (GL). Leiknar eru 54 holur á 3 dögum. Hámarksfjöldi keppenda 144.
30.-31. ágúst Eimskipsmótaröðin (7) JAÐARSVÖLLUR (GA). Leiknar eru 36 holur á laugardegi og 18 á sunnudeginum. Hámarksfjöldi 84.
13.-14. September KPMG Bikarinn LEIRDALSVELLI
Íslandsbankamótaröðin 2014
24.-25. maí Íslandsbankamótaröðin (1) GARÐAVELLI (GL). Leiknar 36 holur.
7. júní-9. júní Íslandsbankamótaröðin (2) HLÍÐAVELLI (GKj). Flokkur 17-18 ára byrjar á föstudegi og leikur 54 holur samtals, aðrir flokkar leika 36 holur og hefja leik á laugardeginum.
20. -22. júní Íslandsbankamótaröðin (3), Íslandsmót í holukeppni, URRIÐAVELLI (GO). Samkvæmt reglugerð um mótið ákvarðar mótsstjórn fjölda keppenda.
18.-20. júlí Íslandsbankamótaröðin (4), Íslandsmót í höggleik STRANDARVELLI (GHR). Samkvæmt reglugerð um mótið ákvarðar mótsstjórn fjölda keppenda.
15.-17. ágúst Íslandsbankamótaröðin (5) JAÐARSVELLI (GA). Flokkur 17-18 ára byrjar á föstudegi og leikur 54 holur samtals, aðrir flokkar leika 36 holur og hefja leik á laugardeginum.
6.-7. september Íslandsbankamótaröðin (6) GRAFARHOLTSVELLI (GR). Leiknar eru 36 holur á 2 dögum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024