Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2014 | 07:00

Evróputúrinn: Ross Fisher í forystu e. 2. dag Tshwane Open – Hápunktar

Það er Englendingurinn Ross Fisher sem leiðir á Copperleaf Golf & Country Estate í Centurion, Suður-Afríku, á Tshwane Open mótinu eftir 2. dag, en mótið er samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins.

Ross Fisher er samtals búinn að spila á 13 undir pari, 131 höggi (66 65).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er Daninn Morten Örum Madsen og þriðja sætinu deila forystumaður 1. dags Simon Dyson og Carlos del Moral, báðir á samtals 10 undir pari, hvor.

Meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurði voru Peter Lawrie og Grégory Havret.

Til að sjá stöðuna eftir 2. dag á Tshwane Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags Tshwane Open SMELLIÐ HÉR: