Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2014 | 13:00

Eldingar skildu eftir far á Narooma

Golfvöllurinn getur verið hættulegur staður.

Það er ekki vanþörf á að vera með nokkur varúðarorð nú þegar þúsundir íslenskra golfara fara að leggja land undir fót og spila á erlendum golfvöllum.

Það er stórhættulegt að spila golf í þrumuveðri þegar eldingum getur lostið niður.  Að ganga um golfvöll við slíkar aðstæður, sveiflandi járnkylfum kallar bara á stórslysin.

Hér má sjá mynd af 2. flöt á Narooma golfvellinum í Ástralíu – Til að sjá heimasíðu Narooma SMELLIÐ HÉR: 

Myndina hér að ofan setti klúbburinn á Facebook síðu sína.

Enginn var á golvellinum s.l. miðvikudag þegar eldingunni laust niður , sem betur fer, en myndin bara góð áminning hvað hefði getað gerst ef einhver hefði verið þar.  Það er ekki sökum að spyrja;  viðkomandi kylfingar hefðu hreinlega steikst!