Lovísa Hermannsdóttir, klúbbmeistari GSE 2014. Mynd: Golf1.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2014 | 15:00

GK: Lovísa Hermanns best á 7. púttmóti Keiliskvenna

S.l. miðvikudagskvöld, 26. febrúar 2014 fór fram 7. púttmót Keiliskvenna.

Það voru 33 konur, sem mættu til leiks og var meðalskor kvöldsins 33 pútt.

Þær sem voru efstar voru:

1. sæti 29 högg Lovísa Hermannsdóttir
2-5 sæti 30 högg Guðrún Bjarnadóttir; Hjördís Ingvadóttir; Kristrún Runólfsdóttir; Þórdís Geirsdóttir

Og þá eru heildarúrslit á þennan veg þegar aðeins eitt mót er eftir …
1. sæti 114 högg Þórdís Geirsdóttir
2. sæti 121 högg Ólöf Baldursdóttir
3-4 sæti 122 högg Guðrún Bjarna og Lovísa
5. sæti 124 högg Valgerður Bjarnadóttir

Þær sem narta svo í hælana og eiga enn góðan séns eru  Hulda Soffía Hermanns 125, Anna Snædís Sigmarsdóttir 126, Dagbjört Bjarnadóttir 127 og Guðrún Einarsdóttir 128.

Síðasta púttmótið fer fram í kvöld – þannig að það er síðasti sjéns að mæta!